Olíuiðnaðurinn bíður eftir að komast í Jan Mayen-gögnin Kristján Már Unnarsson skrifar 30. janúar 2013 19:16 Olíustofnun Noregs hyggst innan tveggja mánaða birta áætlun um verðmæti olíu- og gaslinda á Jan Mayen-svæðinu. Helsti áhrifamaður norska olíuiðnaðarins segir auðlindamatið ráða miklu um hversu mikill áhugi verður á olíuleit þar. Hann er forstjóri ConocoPhilips í Noregi og jafnframt formaður samtaka norska olíu- og gasiðnaðarins og heitir Steinar Våge. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö í síðustu viku flutti hann erindi um olíuvinnslu við erfið skilyrði á heimskautasvæðum og var einnig á pallborði með utanríkisráðherrum Svíþjóðar og Noregs. Steinar Våge segir að norski olíuiðnaðurinn hafi vissulega áhuga á Jan Mayen-svæðinu en menn bíði eftir að sjá hvort norska Stórþingið ákveði í vor að leyfa þar olíuvinnslu. „Við bíðum öll eftir því hvað norsk stjórnvöld vilja gera þarna," segir Steinar Våge í viðtali við Stöð 2. „Auk þess eru upplýsingar og væntingar á svæðinu lítt þekktar innan greinarinnar. Það er því of snemmt að segja til um hve áhugavert þetta verður. Við verðum fyrst að vita hvort stjórnvöld vilja opna svæðið og síðan fá aðgang að upplýsingum um bergmálsmælingar og slíkt." Vitað er að norski olíuiðnaðurinn hefur lengi þrýst á að umdeild svæði nær Noregsströndum, kennd við Lófót og Vesturál, verði fyrst opnuð. En er það svo að Jan Mayen-svæðið þykir ekki spennandi? „Við vitum auðvitað að þetta er langt frá þjónustukerfinu, þetta er nýtt svæði í mikilli fjarlægð og það krefst tiltölulega mikillar fjárfestingar til að hægt sé að hefja starfsemi þar, hvort sem það er að leita og síðan, - ef eitthvað finnst, - að hefja vinnslu. Þetta skiptir miklu máli en það fyrsta og mikilvægasta er að kortleggja hvað svæðið getur gefið af sér," segir Steinar Våge. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Olíustofnun Noregs hyggst innan tveggja mánaða birta áætlun um verðmæti olíu- og gaslinda á Jan Mayen-svæðinu. Helsti áhrifamaður norska olíuiðnaðarins segir auðlindamatið ráða miklu um hversu mikill áhugi verður á olíuleit þar. Hann er forstjóri ConocoPhilips í Noregi og jafnframt formaður samtaka norska olíu- og gasiðnaðarins og heitir Steinar Våge. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö í síðustu viku flutti hann erindi um olíuvinnslu við erfið skilyrði á heimskautasvæðum og var einnig á pallborði með utanríkisráðherrum Svíþjóðar og Noregs. Steinar Våge segir að norski olíuiðnaðurinn hafi vissulega áhuga á Jan Mayen-svæðinu en menn bíði eftir að sjá hvort norska Stórþingið ákveði í vor að leyfa þar olíuvinnslu. „Við bíðum öll eftir því hvað norsk stjórnvöld vilja gera þarna," segir Steinar Våge í viðtali við Stöð 2. „Auk þess eru upplýsingar og væntingar á svæðinu lítt þekktar innan greinarinnar. Það er því of snemmt að segja til um hve áhugavert þetta verður. Við verðum fyrst að vita hvort stjórnvöld vilja opna svæðið og síðan fá aðgang að upplýsingum um bergmálsmælingar og slíkt." Vitað er að norski olíuiðnaðurinn hefur lengi þrýst á að umdeild svæði nær Noregsströndum, kennd við Lófót og Vesturál, verði fyrst opnuð. En er það svo að Jan Mayen-svæðið þykir ekki spennandi? „Við vitum auðvitað að þetta er langt frá þjónustukerfinu, þetta er nýtt svæði í mikilli fjarlægð og það krefst tiltölulega mikillar fjárfestingar til að hægt sé að hefja starfsemi þar, hvort sem það er að leita og síðan, - ef eitthvað finnst, - að hefja vinnslu. Þetta skiptir miklu máli en það fyrsta og mikilvægasta er að kortleggja hvað svæðið getur gefið af sér," segir Steinar Våge.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira