Hart tekist á um stjórnarskrárfrumvarpið í dag Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2013 21:29 Lokaátökin um stjórnarskrárfrumvarpið hófust á Alþingi í dag við upphaf annarrar umræðu um málið. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tala ýmist um bútasaum eða verið sé að hafa alþingismenn að fíflum. Formaður stjórnlaganefndar sagði tíma kominn til að stjórnarandstaðan hætti að stoppa öll þjóðþrifamál. Það er óhætt að segja að önnur umræða um stjórnarskrárfrumvarpið umdeilda hafi byrjað á kunnuglegum nótum í dag. Á meðan stjórnarliðar og þingmenn Hreyfingarinnar töluðu í austur töluðu Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í vestur. Gert var að deiluefni að önnur umræða væri að hefjast á sama tíma og boðað væri til fundar í stjórnlaganefnd í fyrramálið. „Er verið að viðurkenna það sem reyndar blasir við öllum að þetta mál er hvorki hrátt né soðið? Það er algerlega óundirbúið. Er þetta viðurkenning að hálfu forystu nefndarinnar að þetta mál hafi ekki verið tilbúið til þessarar umræðu? Er hugmyndin að leggja þetta mál hér fram í einhverjum bútum og bitum sem við ræðum síðan á þeim grundvelli? Ber að líta þannig á að nefndarálitið sé fullbúið plagg eða hvers konar skrípaleikur er hér á ferðinni?" sagði Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði koma sér á óvart að boðað væri til fundar í stjórnlaganefnd þegar heita ætti að málið væri fullklárað frá nefndinni. „Við hljótum því að spyrja hvort þingmenn hafi verið hafðir einhvern veginn að fíflum með því að setja hér inn nefndarálit og athugasemdir ef það á að fara að breyta málinu sem þeir hafa skilað inn álitum fyrir áður en umræðan er tæmd," sagði Gunnar Bragi. Formaður stjórnlaganefndar, Valgerður Bjarnadóttir, sagði ákveðna þingmenn hafa óskað eftir skýringum á ákvæðum frumvarpsins um kosningar til Alþingis og henni hafi þótt sjálfsagt að verða við því en var slegin út af laginu með frammíköllum. Hún náði sér þó fljótt á strik og sagði ábúðarfull: „Ég ætlaði að hjálpa til við að skýra þetta. Þannig eru nú mál oft unnin, þótt þau séu ekki unnin hér í þessu þingi þar sem sem ekkert kemst áfram og menn stoppa öll þjóðþrifamál." Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Lokaátökin um stjórnarskrárfrumvarpið hófust á Alþingi í dag við upphaf annarrar umræðu um málið. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tala ýmist um bútasaum eða verið sé að hafa alþingismenn að fíflum. Formaður stjórnlaganefndar sagði tíma kominn til að stjórnarandstaðan hætti að stoppa öll þjóðþrifamál. Það er óhætt að segja að önnur umræða um stjórnarskrárfrumvarpið umdeilda hafi byrjað á kunnuglegum nótum í dag. Á meðan stjórnarliðar og þingmenn Hreyfingarinnar töluðu í austur töluðu Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í vestur. Gert var að deiluefni að önnur umræða væri að hefjast á sama tíma og boðað væri til fundar í stjórnlaganefnd í fyrramálið. „Er verið að viðurkenna það sem reyndar blasir við öllum að þetta mál er hvorki hrátt né soðið? Það er algerlega óundirbúið. Er þetta viðurkenning að hálfu forystu nefndarinnar að þetta mál hafi ekki verið tilbúið til þessarar umræðu? Er hugmyndin að leggja þetta mál hér fram í einhverjum bútum og bitum sem við ræðum síðan á þeim grundvelli? Ber að líta þannig á að nefndarálitið sé fullbúið plagg eða hvers konar skrípaleikur er hér á ferðinni?" sagði Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði koma sér á óvart að boðað væri til fundar í stjórnlaganefnd þegar heita ætti að málið væri fullklárað frá nefndinni. „Við hljótum því að spyrja hvort þingmenn hafi verið hafðir einhvern veginn að fíflum með því að setja hér inn nefndarálit og athugasemdir ef það á að fara að breyta málinu sem þeir hafa skilað inn álitum fyrir áður en umræðan er tæmd," sagði Gunnar Bragi. Formaður stjórnlaganefndar, Valgerður Bjarnadóttir, sagði ákveðna þingmenn hafa óskað eftir skýringum á ákvæðum frumvarpsins um kosningar til Alþingis og henni hafi þótt sjálfsagt að verða við því en var slegin út af laginu með frammíköllum. Hún náði sér þó fljótt á strik og sagði ábúðarfull: „Ég ætlaði að hjálpa til við að skýra þetta. Þannig eru nú mál oft unnin, þótt þau séu ekki unnin hér í þessu þingi þar sem sem ekkert kemst áfram og menn stoppa öll þjóðþrifamál."
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira