Hart tekist á um stjórnarskrárfrumvarpið í dag Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2013 21:29 Lokaátökin um stjórnarskrárfrumvarpið hófust á Alþingi í dag við upphaf annarrar umræðu um málið. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tala ýmist um bútasaum eða verið sé að hafa alþingismenn að fíflum. Formaður stjórnlaganefndar sagði tíma kominn til að stjórnarandstaðan hætti að stoppa öll þjóðþrifamál. Það er óhætt að segja að önnur umræða um stjórnarskrárfrumvarpið umdeilda hafi byrjað á kunnuglegum nótum í dag. Á meðan stjórnarliðar og þingmenn Hreyfingarinnar töluðu í austur töluðu Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í vestur. Gert var að deiluefni að önnur umræða væri að hefjast á sama tíma og boðað væri til fundar í stjórnlaganefnd í fyrramálið. „Er verið að viðurkenna það sem reyndar blasir við öllum að þetta mál er hvorki hrátt né soðið? Það er algerlega óundirbúið. Er þetta viðurkenning að hálfu forystu nefndarinnar að þetta mál hafi ekki verið tilbúið til þessarar umræðu? Er hugmyndin að leggja þetta mál hér fram í einhverjum bútum og bitum sem við ræðum síðan á þeim grundvelli? Ber að líta þannig á að nefndarálitið sé fullbúið plagg eða hvers konar skrípaleikur er hér á ferðinni?" sagði Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði koma sér á óvart að boðað væri til fundar í stjórnlaganefnd þegar heita ætti að málið væri fullklárað frá nefndinni. „Við hljótum því að spyrja hvort þingmenn hafi verið hafðir einhvern veginn að fíflum með því að setja hér inn nefndarálit og athugasemdir ef það á að fara að breyta málinu sem þeir hafa skilað inn álitum fyrir áður en umræðan er tæmd," sagði Gunnar Bragi. Formaður stjórnlaganefndar, Valgerður Bjarnadóttir, sagði ákveðna þingmenn hafa óskað eftir skýringum á ákvæðum frumvarpsins um kosningar til Alþingis og henni hafi þótt sjálfsagt að verða við því en var slegin út af laginu með frammíköllum. Hún náði sér þó fljótt á strik og sagði ábúðarfull: „Ég ætlaði að hjálpa til við að skýra þetta. Þannig eru nú mál oft unnin, þótt þau séu ekki unnin hér í þessu þingi þar sem sem ekkert kemst áfram og menn stoppa öll þjóðþrifamál." Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Lokaátökin um stjórnarskrárfrumvarpið hófust á Alþingi í dag við upphaf annarrar umræðu um málið. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tala ýmist um bútasaum eða verið sé að hafa alþingismenn að fíflum. Formaður stjórnlaganefndar sagði tíma kominn til að stjórnarandstaðan hætti að stoppa öll þjóðþrifamál. Það er óhætt að segja að önnur umræða um stjórnarskrárfrumvarpið umdeilda hafi byrjað á kunnuglegum nótum í dag. Á meðan stjórnarliðar og þingmenn Hreyfingarinnar töluðu í austur töluðu Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í vestur. Gert var að deiluefni að önnur umræða væri að hefjast á sama tíma og boðað væri til fundar í stjórnlaganefnd í fyrramálið. „Er verið að viðurkenna það sem reyndar blasir við öllum að þetta mál er hvorki hrátt né soðið? Það er algerlega óundirbúið. Er þetta viðurkenning að hálfu forystu nefndarinnar að þetta mál hafi ekki verið tilbúið til þessarar umræðu? Er hugmyndin að leggja þetta mál hér fram í einhverjum bútum og bitum sem við ræðum síðan á þeim grundvelli? Ber að líta þannig á að nefndarálitið sé fullbúið plagg eða hvers konar skrípaleikur er hér á ferðinni?" sagði Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði koma sér á óvart að boðað væri til fundar í stjórnlaganefnd þegar heita ætti að málið væri fullklárað frá nefndinni. „Við hljótum því að spyrja hvort þingmenn hafi verið hafðir einhvern veginn að fíflum með því að setja hér inn nefndarálit og athugasemdir ef það á að fara að breyta málinu sem þeir hafa skilað inn álitum fyrir áður en umræðan er tæmd," sagði Gunnar Bragi. Formaður stjórnlaganefndar, Valgerður Bjarnadóttir, sagði ákveðna þingmenn hafa óskað eftir skýringum á ákvæðum frumvarpsins um kosningar til Alþingis og henni hafi þótt sjálfsagt að verða við því en var slegin út af laginu með frammíköllum. Hún náði sér þó fljótt á strik og sagði ábúðarfull: „Ég ætlaði að hjálpa til við að skýra þetta. Þannig eru nú mál oft unnin, þótt þau séu ekki unnin hér í þessu þingi þar sem sem ekkert kemst áfram og menn stoppa öll þjóðþrifamál."
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira