Læknar íhuga uppsagnir Óli Kristján Ómarsson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Allir almennir læknar á bæklunarskurðdeild Landspítalans hafa sagt upp störfum vegna þess að þeir vildu ekki una undirmönnun. Fréttablaðið/Vilhem Meira en fjórðungur lækna tekur að sér aukavinnu hér á landi í frístundum og 17 prósent erlendis. Almennir læknar vilja bætt kjör og starfsaðstæður. Uppsagnarfrestur þeirra er einn mánuður. Nokkrir eru þegar hættir. Heilbrigðismál Læknar hafa bæst í hóp heilbrigðisstétta sem krefjast úrbóta á launum og vinnuaðstöðu, sérstaklega á Landspítalanum. „Uppsagnir eru byrjaðar,“ segir Ómar Sigurvin Gunnarsson, formaður Félags almennra lækna, en það eru læknar sem eru í sérnámi eftir að hafa lokið sex ára háskólanámi. Á bæklunarskurðdeild Landspítalans hafi til dæmis allir almennir læknar sem voru í fastri vinnu sagt upp störfum, en þær uppsagnir taka gildi um næstu mánaðamót. Fyrirsjáanlegt sé að vegna þessa þurfi að draga úr þjónustu á deildinni. „Aðalástæðan þar var að ekki var ráðið í stöður annarra sem hættu. Þrír áttu að gegna störfum sem sex til sjö sinntu áður.“ Ómar segir einnig dæmi um að reyndir sérfræðilæknar hafi sagt upp. „Við höfum líka varað við því að þeirra aðstæður séu ekki heldur boðlegar. Þar eru of fáir læknar að sinna of miklum verkefnum.“ Almennir læknar héldu baráttufund síðasta miðvikudagskvöld þar sem mættu 60 til 70 prósent úr þeirra hópi, auk læknanema og kandídata. „Á síðustu vikum og mánuðum hefur keyrt um þverbak varðandi álag,“ segir Ómar, sem telur nauðsynlegt að leggja línur um hversu mikla vinnu megi leggja á lækna, til dæmis hvað varðar fjölda sjúklinga á vakt. Hann bendir á að í „óvissustigi“ á Landspítalanum nýverið vegna óvenjumikilla veikinda hafi verið kallaður til viðbótarmannskapur allra heilbrigðisstétta nema lækna. „Fólk er að kikna undan álagi og í stórum stíl að hugsa sér til hreyfings. Þegar það gerist þá gerist það hratt því við höfum bara mánuð í uppsagnarfrest.“ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, telur að hlutfall lækna sem vinna aukavinnu hafi hækkað töluvert. Í könnun félagsins í nóvember meðal 1.113 starfandi lækna með lögheimili hér á landi kom í ljós að sautján prósent þeirra taka að sér störf erlendis í frítíma sínum og 26 prósent vinna aukavinnu hér á landi. Svarhlutfall í könnuninni, var 45 prósent. „Launakjörin eru orðin mikið lakari en þau voru fyrir nokkrum árum,“ segir Þorbjörn en bætir við að einnig séu dæmi um að læknar leiti til útlanda til að viðhalda sérfræðiþekkingu sinni. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Meira en fjórðungur lækna tekur að sér aukavinnu hér á landi í frístundum og 17 prósent erlendis. Almennir læknar vilja bætt kjör og starfsaðstæður. Uppsagnarfrestur þeirra er einn mánuður. Nokkrir eru þegar hættir. Heilbrigðismál Læknar hafa bæst í hóp heilbrigðisstétta sem krefjast úrbóta á launum og vinnuaðstöðu, sérstaklega á Landspítalanum. „Uppsagnir eru byrjaðar,“ segir Ómar Sigurvin Gunnarsson, formaður Félags almennra lækna, en það eru læknar sem eru í sérnámi eftir að hafa lokið sex ára háskólanámi. Á bæklunarskurðdeild Landspítalans hafi til dæmis allir almennir læknar sem voru í fastri vinnu sagt upp störfum, en þær uppsagnir taka gildi um næstu mánaðamót. Fyrirsjáanlegt sé að vegna þessa þurfi að draga úr þjónustu á deildinni. „Aðalástæðan þar var að ekki var ráðið í stöður annarra sem hættu. Þrír áttu að gegna störfum sem sex til sjö sinntu áður.“ Ómar segir einnig dæmi um að reyndir sérfræðilæknar hafi sagt upp. „Við höfum líka varað við því að þeirra aðstæður séu ekki heldur boðlegar. Þar eru of fáir læknar að sinna of miklum verkefnum.“ Almennir læknar héldu baráttufund síðasta miðvikudagskvöld þar sem mættu 60 til 70 prósent úr þeirra hópi, auk læknanema og kandídata. „Á síðustu vikum og mánuðum hefur keyrt um þverbak varðandi álag,“ segir Ómar, sem telur nauðsynlegt að leggja línur um hversu mikla vinnu megi leggja á lækna, til dæmis hvað varðar fjölda sjúklinga á vakt. Hann bendir á að í „óvissustigi“ á Landspítalanum nýverið vegna óvenjumikilla veikinda hafi verið kallaður til viðbótarmannskapur allra heilbrigðisstétta nema lækna. „Fólk er að kikna undan álagi og í stórum stíl að hugsa sér til hreyfings. Þegar það gerist þá gerist það hratt því við höfum bara mánuð í uppsagnarfrest.“ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, telur að hlutfall lækna sem vinna aukavinnu hafi hækkað töluvert. Í könnun félagsins í nóvember meðal 1.113 starfandi lækna með lögheimili hér á landi kom í ljós að sautján prósent þeirra taka að sér störf erlendis í frítíma sínum og 26 prósent vinna aukavinnu hér á landi. Svarhlutfall í könnuninni, var 45 prósent. „Launakjörin eru orðin mikið lakari en þau voru fyrir nokkrum árum,“ segir Þorbjörn en bætir við að einnig séu dæmi um að læknar leiti til útlanda til að viðhalda sérfræðiþekkingu sinni.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira