Læknar íhuga uppsagnir Óli Kristján Ómarsson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Allir almennir læknar á bæklunarskurðdeild Landspítalans hafa sagt upp störfum vegna þess að þeir vildu ekki una undirmönnun. Fréttablaðið/Vilhem Meira en fjórðungur lækna tekur að sér aukavinnu hér á landi í frístundum og 17 prósent erlendis. Almennir læknar vilja bætt kjör og starfsaðstæður. Uppsagnarfrestur þeirra er einn mánuður. Nokkrir eru þegar hættir. Heilbrigðismál Læknar hafa bæst í hóp heilbrigðisstétta sem krefjast úrbóta á launum og vinnuaðstöðu, sérstaklega á Landspítalanum. „Uppsagnir eru byrjaðar,“ segir Ómar Sigurvin Gunnarsson, formaður Félags almennra lækna, en það eru læknar sem eru í sérnámi eftir að hafa lokið sex ára háskólanámi. Á bæklunarskurðdeild Landspítalans hafi til dæmis allir almennir læknar sem voru í fastri vinnu sagt upp störfum, en þær uppsagnir taka gildi um næstu mánaðamót. Fyrirsjáanlegt sé að vegna þessa þurfi að draga úr þjónustu á deildinni. „Aðalástæðan þar var að ekki var ráðið í stöður annarra sem hættu. Þrír áttu að gegna störfum sem sex til sjö sinntu áður.“ Ómar segir einnig dæmi um að reyndir sérfræðilæknar hafi sagt upp. „Við höfum líka varað við því að þeirra aðstæður séu ekki heldur boðlegar. Þar eru of fáir læknar að sinna of miklum verkefnum.“ Almennir læknar héldu baráttufund síðasta miðvikudagskvöld þar sem mættu 60 til 70 prósent úr þeirra hópi, auk læknanema og kandídata. „Á síðustu vikum og mánuðum hefur keyrt um þverbak varðandi álag,“ segir Ómar, sem telur nauðsynlegt að leggja línur um hversu mikla vinnu megi leggja á lækna, til dæmis hvað varðar fjölda sjúklinga á vakt. Hann bendir á að í „óvissustigi“ á Landspítalanum nýverið vegna óvenjumikilla veikinda hafi verið kallaður til viðbótarmannskapur allra heilbrigðisstétta nema lækna. „Fólk er að kikna undan álagi og í stórum stíl að hugsa sér til hreyfings. Þegar það gerist þá gerist það hratt því við höfum bara mánuð í uppsagnarfrest.“ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, telur að hlutfall lækna sem vinna aukavinnu hafi hækkað töluvert. Í könnun félagsins í nóvember meðal 1.113 starfandi lækna með lögheimili hér á landi kom í ljós að sautján prósent þeirra taka að sér störf erlendis í frítíma sínum og 26 prósent vinna aukavinnu hér á landi. Svarhlutfall í könnuninni, var 45 prósent. „Launakjörin eru orðin mikið lakari en þau voru fyrir nokkrum árum,“ segir Þorbjörn en bætir við að einnig séu dæmi um að læknar leiti til útlanda til að viðhalda sérfræðiþekkingu sinni. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Meira en fjórðungur lækna tekur að sér aukavinnu hér á landi í frístundum og 17 prósent erlendis. Almennir læknar vilja bætt kjör og starfsaðstæður. Uppsagnarfrestur þeirra er einn mánuður. Nokkrir eru þegar hættir. Heilbrigðismál Læknar hafa bæst í hóp heilbrigðisstétta sem krefjast úrbóta á launum og vinnuaðstöðu, sérstaklega á Landspítalanum. „Uppsagnir eru byrjaðar,“ segir Ómar Sigurvin Gunnarsson, formaður Félags almennra lækna, en það eru læknar sem eru í sérnámi eftir að hafa lokið sex ára háskólanámi. Á bæklunarskurðdeild Landspítalans hafi til dæmis allir almennir læknar sem voru í fastri vinnu sagt upp störfum, en þær uppsagnir taka gildi um næstu mánaðamót. Fyrirsjáanlegt sé að vegna þessa þurfi að draga úr þjónustu á deildinni. „Aðalástæðan þar var að ekki var ráðið í stöður annarra sem hættu. Þrír áttu að gegna störfum sem sex til sjö sinntu áður.“ Ómar segir einnig dæmi um að reyndir sérfræðilæknar hafi sagt upp. „Við höfum líka varað við því að þeirra aðstæður séu ekki heldur boðlegar. Þar eru of fáir læknar að sinna of miklum verkefnum.“ Almennir læknar héldu baráttufund síðasta miðvikudagskvöld þar sem mættu 60 til 70 prósent úr þeirra hópi, auk læknanema og kandídata. „Á síðustu vikum og mánuðum hefur keyrt um þverbak varðandi álag,“ segir Ómar, sem telur nauðsynlegt að leggja línur um hversu mikla vinnu megi leggja á lækna, til dæmis hvað varðar fjölda sjúklinga á vakt. Hann bendir á að í „óvissustigi“ á Landspítalanum nýverið vegna óvenjumikilla veikinda hafi verið kallaður til viðbótarmannskapur allra heilbrigðisstétta nema lækna. „Fólk er að kikna undan álagi og í stórum stíl að hugsa sér til hreyfings. Þegar það gerist þá gerist það hratt því við höfum bara mánuð í uppsagnarfrest.“ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, telur að hlutfall lækna sem vinna aukavinnu hafi hækkað töluvert. Í könnun félagsins í nóvember meðal 1.113 starfandi lækna með lögheimili hér á landi kom í ljós að sautján prósent þeirra taka að sér störf erlendis í frítíma sínum og 26 prósent vinna aukavinnu hér á landi. Svarhlutfall í könnuninni, var 45 prósent. „Launakjörin eru orðin mikið lakari en þau voru fyrir nokkrum árum,“ segir Þorbjörn en bætir við að einnig séu dæmi um að læknar leiti til útlanda til að viðhalda sérfræðiþekkingu sinni.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira