Samkeppnisvandi á fjármálamarkaði Magnús Lúðvíksson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Fjölmenni var á fundi Samkeppniseftirlitsins en í annarri röð mátti finna bankastjórana Pétur Einarsson hjá Straumi, Steinþór Pálsson hjá Landsbankanum og Sigurð Atla Jónsson hjá MP Banka. Fréttablaðið/anton Samkeppnismál Ýmis hættumerki eru á fjármálamarkaði að mati Samkeppniseftirlitsins. Mikil samþjöppun á markaðnum og hár rekstrarkostnaður bankanna eru meðal þess sem stofnunin telur að hamli samkeppni á markaðnum. Stofnunin kynnti í gær nýja skýrslu um fjármálamarkaðinn sem ber nafnið Fjármálaþjónusta á krossgötum á opnum fundi á Hótel Sögu. Fréttablaðið fjallaði í gær um þá niðurstöðu skýrslunnar að rekstrarkostnaður bankakerfisins sé hár í alþjóðlegum samanburði og hafi farið ört hækkandi á síðustu árum. Samkeppniseftirlitið kynnti í gær skýrslu um samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði. Stofnunin telur samþjöppun á markaðnum of mikla og rekstrarkostnað háan í alþjóðlegum samanburði. Þá hefur stofnunin einnig áhyggjur af aflsmun stóru bankanna og minni fjármálastofnunum. Benedikt Árnason, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins, fjallaði um þessa stöðu á fundi stofnunarinnar í gær og hvatti til hagræðingar í bankakerfinu. Sagði hann neytendur greiða fyrir stöðuna með háum vaxtakostnaði og óhagstæðum viðskiptakjörum. Þeir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kvöddu sér báðir hljóðs í kjölfarið á fundinum. Sögðu þeir að skýrslan væri þörf en fannst samanburður á rekstrarkostnaði bankakerfisins við mun stærri bankakerfi villandi. Sagði Steinþór að aðstæður á íslenskummálamarkaði væru að mörgu leyti sérstakar. Þá benti hann á að markaðurinn væri lítill, eftirlitskostnaður hefði aukist mikið á skömmum tíma og þá hefðu yfirtökur bankanna á minni fjármálastofnunum kostað sitt. Ein tillaga sem oft hefur verið nefnd til að stuðla að aukinni hagkvæmni á fjármálamarkaði er samruni tveggja af stóru bönkunum þremur. Samkeppniseftirlitið telur það ekki koma til greina enda myndi slíkt skerða samkeppni enn frekar. Í skýrslunni kemur einnig fram að stóru viðskiptabankarnir hafi verið í lykilhlutverki í viðskiptalífinu á síðustu árum í gegnum kröfur sínar á skuldsett og nýendurskipulögð fyrirtæki. Telur stofnunin að sú staða bjóði upp á hringamyndun og stofnun stórra samkeppnishamlandi viðskiptasamsteypa en tekur þó fram að á þessu stigi verði ekki séð að slíkt hafi gerst. Hins vegar kom fram í máli Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, í gær að ljóst væri að bankarnir hefðu nýtt ítök sín til að tryggja fyrirtækjaráðgjöfum sínum verkefni. Hyggst stofnunin því fylgjast náið með útboðum á slíkum verkefnum á næstunni og ef nauðsyn krefur bregðast sérstaklega við. Þar fyrir utan telur Samkeppniseftirlitið að mikils aflsmunar gæti milli stóru bankanna og minni fjármálafyrirtækja. Bankarnir njóti góðs af heildstæðu þjónustuframboði og sterkum tengslum við viðskiptavini. Þess vegna hvetur Samkeppniseftirlitið til þess að aðgangstakmarkanir á fjármálamarkaði verði minnkaðar og að innlendur verðbréfamarkaður verði efldur. Virkur verðbréfamarkaður skapi fjármögnunarvalkost við bankalán sem hafi verið helsta fjármögnunarleið fyrirtækja frá hruni. Loks telur Samkeppniseftirlitið að út frá samkeppnissjónarmiðum sé skynsamlegt að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi, í það minnsta rekstrarlega. Þau rök þurfi hins vegar að vega saman við önnur rök er varða hagkvæmni og öryggi fjármálamarkaðar og öflugt atvinnulíf. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Samkeppnismál Ýmis hættumerki eru á fjármálamarkaði að mati Samkeppniseftirlitsins. Mikil samþjöppun á markaðnum og hár rekstrarkostnaður bankanna eru meðal þess sem stofnunin telur að hamli samkeppni á markaðnum. Stofnunin kynnti í gær nýja skýrslu um fjármálamarkaðinn sem ber nafnið Fjármálaþjónusta á krossgötum á opnum fundi á Hótel Sögu. Fréttablaðið fjallaði í gær um þá niðurstöðu skýrslunnar að rekstrarkostnaður bankakerfisins sé hár í alþjóðlegum samanburði og hafi farið ört hækkandi á síðustu árum. Samkeppniseftirlitið kynnti í gær skýrslu um samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði. Stofnunin telur samþjöppun á markaðnum of mikla og rekstrarkostnað háan í alþjóðlegum samanburði. Þá hefur stofnunin einnig áhyggjur af aflsmun stóru bankanna og minni fjármálastofnunum. Benedikt Árnason, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins, fjallaði um þessa stöðu á fundi stofnunarinnar í gær og hvatti til hagræðingar í bankakerfinu. Sagði hann neytendur greiða fyrir stöðuna með háum vaxtakostnaði og óhagstæðum viðskiptakjörum. Þeir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kvöddu sér báðir hljóðs í kjölfarið á fundinum. Sögðu þeir að skýrslan væri þörf en fannst samanburður á rekstrarkostnaði bankakerfisins við mun stærri bankakerfi villandi. Sagði Steinþór að aðstæður á íslenskummálamarkaði væru að mörgu leyti sérstakar. Þá benti hann á að markaðurinn væri lítill, eftirlitskostnaður hefði aukist mikið á skömmum tíma og þá hefðu yfirtökur bankanna á minni fjármálastofnunum kostað sitt. Ein tillaga sem oft hefur verið nefnd til að stuðla að aukinni hagkvæmni á fjármálamarkaði er samruni tveggja af stóru bönkunum þremur. Samkeppniseftirlitið telur það ekki koma til greina enda myndi slíkt skerða samkeppni enn frekar. Í skýrslunni kemur einnig fram að stóru viðskiptabankarnir hafi verið í lykilhlutverki í viðskiptalífinu á síðustu árum í gegnum kröfur sínar á skuldsett og nýendurskipulögð fyrirtæki. Telur stofnunin að sú staða bjóði upp á hringamyndun og stofnun stórra samkeppnishamlandi viðskiptasamsteypa en tekur þó fram að á þessu stigi verði ekki séð að slíkt hafi gerst. Hins vegar kom fram í máli Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, í gær að ljóst væri að bankarnir hefðu nýtt ítök sín til að tryggja fyrirtækjaráðgjöfum sínum verkefni. Hyggst stofnunin því fylgjast náið með útboðum á slíkum verkefnum á næstunni og ef nauðsyn krefur bregðast sérstaklega við. Þar fyrir utan telur Samkeppniseftirlitið að mikils aflsmunar gæti milli stóru bankanna og minni fjármálafyrirtækja. Bankarnir njóti góðs af heildstæðu þjónustuframboði og sterkum tengslum við viðskiptavini. Þess vegna hvetur Samkeppniseftirlitið til þess að aðgangstakmarkanir á fjármálamarkaði verði minnkaðar og að innlendur verðbréfamarkaður verði efldur. Virkur verðbréfamarkaður skapi fjármögnunarvalkost við bankalán sem hafi verið helsta fjármögnunarleið fyrirtækja frá hruni. Loks telur Samkeppniseftirlitið að út frá samkeppnissjónarmiðum sé skynsamlegt að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi, í það minnsta rekstrarlega. Þau rök þurfi hins vegar að vega saman við önnur rök er varða hagkvæmni og öryggi fjármálamarkaðar og öflugt atvinnulíf.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“