Útbúa þrengingar á alræmdri slysagötu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Borgaryfirvöld hyggjast bæta öryggi gangandi vegfarenda með því að draga úr hraða bílaumferðar á Snorrabraut. Fréttablaðið/vilhelm Þrengt verður að bílum á Snorrabraut til að hægja á umferð um götuna. Eitt af hverjum tuttugu alvarlegum slysum þar sem ekið er á gangandi vegfarendur verður á Snorrabraut. Fulltrúi í samgönguráði sagði hraðakstur ekki stundaðan. „Við teljum brýnt að ekki verði lengur dregið að grípa til ráðstafana sem auka öryggi gangandi vegfarenda,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar, Besta flokksins og VG sem samþykktu í umhverfis- og skipulagsráði að auka öryggi gangandi vegfarenda á Snorrabraut. „Snorrabraut er ein af hættulegustu götum borgarinnar. Rannsóknir sýna að alvarleg slys og dauðaslys eru hlutfallslega algengari þar en á öðrum götum,“ segir áfram í bókun fyrrgreindra fulltrúa. Útbúa á þrengingar á Snorrabraut. Páll Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Hjálmar Sveinsson, Kristín Soffía Jónsdóttir og Torfi Hjartarson sögðu tillögurnar vera frá sérfræðingum á umhverfis- og skipulagssviði. „Þær eru liður í því að gera borgargöturnar öruggari fyrir gangandi vegfarendur án þess að dregið sé úr eðlilegu flæði bílaumferðar.“ Tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokks greiddu einnig atkvæði með tillögunni en áréttuðu að hún fæli aðeins í sér aðgerð til bráðabirgða „til að koma í veg fyrir fleiri alvarleg slys“, eins og segir í bókun Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur. Gísli og Hildur sögðu að fara yrði í löngu boðaðar aðgerðir um heildarhönnun Snorrabrautar sem væri stórhættuleg gangandi vegfarendum. Þar hefðu orðið tvö banaslys á síðustu átta árum. „Næstum fimm prósent alvarlegra slysa og dauðaslysa þar sem ekið var á gangandi vegfarendur á árunum 1996 til 2011 urðu á Snorrabraut. Því er ekki boðlegt að draga aðgerðir lengur,“ bókuðu Hildur og Gísli. Þriðji fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu sat hjá. „Gögn sem lögð hafa verið fram á fundi ráðsins styðja ekki að hraðakstur sé stundaður á Snorrabraut og því eðlilegt að skoða hvort aðrar aðstæður eins og lýsing eða upplýsingaskilti skapi hættu í umferðinni,“ bókaði Júlíus Vífill Ingvarsson, sem lagði til að leitað yrði eftir áliti lögreglustjóra og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á þrengingu Snorrabrautar, einkum með tilliti til neyðaraksturs. „Hraða umferðar má stýra með ýmsum hætti,“ bætti Júlíus við og benti á hraðamyndavélar og upplýsingar til vegfarenda. „Með þeim hætti má halda niðri umferðarhraða án þess að trufla flæði umferðar þannig að ökumenn haldi athygli og fylgist betur með umhverfi sínu.“ Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Þrengt verður að bílum á Snorrabraut til að hægja á umferð um götuna. Eitt af hverjum tuttugu alvarlegum slysum þar sem ekið er á gangandi vegfarendur verður á Snorrabraut. Fulltrúi í samgönguráði sagði hraðakstur ekki stundaðan. „Við teljum brýnt að ekki verði lengur dregið að grípa til ráðstafana sem auka öryggi gangandi vegfarenda,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar, Besta flokksins og VG sem samþykktu í umhverfis- og skipulagsráði að auka öryggi gangandi vegfarenda á Snorrabraut. „Snorrabraut er ein af hættulegustu götum borgarinnar. Rannsóknir sýna að alvarleg slys og dauðaslys eru hlutfallslega algengari þar en á öðrum götum,“ segir áfram í bókun fyrrgreindra fulltrúa. Útbúa á þrengingar á Snorrabraut. Páll Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Hjálmar Sveinsson, Kristín Soffía Jónsdóttir og Torfi Hjartarson sögðu tillögurnar vera frá sérfræðingum á umhverfis- og skipulagssviði. „Þær eru liður í því að gera borgargöturnar öruggari fyrir gangandi vegfarendur án þess að dregið sé úr eðlilegu flæði bílaumferðar.“ Tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokks greiddu einnig atkvæði með tillögunni en áréttuðu að hún fæli aðeins í sér aðgerð til bráðabirgða „til að koma í veg fyrir fleiri alvarleg slys“, eins og segir í bókun Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur. Gísli og Hildur sögðu að fara yrði í löngu boðaðar aðgerðir um heildarhönnun Snorrabrautar sem væri stórhættuleg gangandi vegfarendum. Þar hefðu orðið tvö banaslys á síðustu átta árum. „Næstum fimm prósent alvarlegra slysa og dauðaslysa þar sem ekið var á gangandi vegfarendur á árunum 1996 til 2011 urðu á Snorrabraut. Því er ekki boðlegt að draga aðgerðir lengur,“ bókuðu Hildur og Gísli. Þriðji fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu sat hjá. „Gögn sem lögð hafa verið fram á fundi ráðsins styðja ekki að hraðakstur sé stundaður á Snorrabraut og því eðlilegt að skoða hvort aðrar aðstæður eins og lýsing eða upplýsingaskilti skapi hættu í umferðinni,“ bókaði Júlíus Vífill Ingvarsson, sem lagði til að leitað yrði eftir áliti lögreglustjóra og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á þrengingu Snorrabrautar, einkum með tilliti til neyðaraksturs. „Hraða umferðar má stýra með ýmsum hætti,“ bætti Júlíus við og benti á hraðamyndavélar og upplýsingar til vegfarenda. „Með þeim hætti má halda niðri umferðarhraða án þess að trufla flæði umferðar þannig að ökumenn haldi athygli og fylgist betur með umhverfi sínu.“
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent