Innlent

Rannsaka samkeppnisbrot vegna blátunna

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Gámaþjónustan er ósátt við aðferðir Sorpusveitarfélaganna vegna innleiðingu blátunna.
Gámaþjónustan er ósátt við aðferðir Sorpusveitarfélaganna vegna innleiðingu blátunna. Fréttablaðið/GVA
Samkeppniseftirlitið telur vísbendingar um að í sveitarfélögum á áhrifasvæði Sorpu sé sorphirða og ráðstöfun endurvinnsluefnis framkvæmd á samkeppnishamlandi hátt. Rannsókn á málinu er hafin.

Það var Gámaþjónustan sem kvartaði undan framkvæmd innleiðingar sveitarfélaganna og Sorpu á endurvinnslutunnum fyrir pappír og pappa, svokölluðum blátunnum. Fólki væri gert skylt að skipta við Sorpu og ekki kynntur sá möguleiki að skipta við önnur sorphirðufyrirtæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×