Innlent

Bæjarfulltrúi vill sprotafélög á Skagaströnd

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bæjarfulltrúi á Skagaströnd vill efna til samkeppni um sprotafyrirtæki í bænum.
Bæjarfulltrúi á Skagaströnd vill efna til samkeppni um sprotafyrirtæki í bænum. Fréttablaðið/Stefán
„Mín hugmynd er sú að efnt verði til samkeppni um sprotafyrirtæki á Skagaströnd,“ segir sveitarstjórnarfulltrúinn Jón Ólafur Sigurjónsson, sem vill efla atvinnulífið á staðnum.

„Í ljósi þess að atvinnuframboð á Skagaströnd er með einhæfasta móti og fá störf í boði fyrir til dæmis háskólamenntað fólk tel ég nauðsynlegt að Sveitarfélagið Skagaströnd komi að uppbyggingu aukins atvinnulífs á staðnum með einum eða öðrum hætti,“ segir Jón.

„Einnig tel ég brýnt að halda áfram því starfi að kynna Skagaströnd sem ákjósanlegan stað til þess að hefja fyrirtækjarekstur á.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×