Íhugar að fá lögbann á framkvæmdir við stúdentaíbúðir við Brautarholt Valur Grettisson skrifar 21. september 2013 07:45 Símon S. Wiium íhugar lögbann á framkvæmdir vegna byggingar námsmannaíbúða við Rauðarárholt í Reykjavík. Fréttablaðið/Valli „Nú er það bara harkan sex,“ segir Símon S. Wiium, íbúi í Ásholti í Reykjavík, en hann er einn af allnokkrum íbúum sem hafa skilað inn athugasemdum vegna byggingar stúdentaíbúða á Rauðarárholti við Brautarholt, rétt fyrir ofan Hlemm. Skipulagsráð samþykkti málið úr nefnd síðasta miðvikudag. „Þetta stefnir bara í stórslys,“ segir Símon, sem hefur búið í hverfinu í fimmtán ár. Hann gagnrýnir fyrirhuguðu framkvæmdina harðlega og hann er ekki sá eini. Auk hans gerðu húsfélög í hverfinu, íbúar og fyrirtæki athugasemdir við byggingu hússins. Helsta bitbeinið er áætlaður stæðafjöldi í hverfinu. Til stendur að útbúa tuttugu stæði í bílakjallara nýbyggingarinnar en alls verða 96 íbúðir í húsinu. Það gera fimm íbúðir á hvert stæði. Einnig gera íbúar athugasemdir við hæð byggingarinnar og óttast skuggamyndun og áhrif þess á íbúðaverð. „Þetta verður bara eins og bryndreki í hverfinu,“ segir Símon áhyggjufullur. Símon segir einsýnt að það verði fleiri stúdentar á bílum en borgaryfirvöld áætla. Hann bendir jafnframt á að hótel sé í hverfinu og umferð í kringum það þrengi þegar verulega að íbúum í hverfinu. Það stefni því í ófremdarástand að hans mati. Símon segir íbúa margsinnis hafa komið sjónarmiðum sínum áleiðis, „en hrokinn er bara svo mikill,“ segir hann harðorður í garð borgaryfirvalda. Hann segir tíma sátta liðinn, nú íhugi hann að taka til sinna ráðstafana. „Ég er að íhuga að fara fram á lögbann vegna framkvæmdarinnar, og skaðabótamál ef af verður,“ segir hann. Auglýsingastofan Hvíta húsið er einnig í hverfinu. Gísli S. Brynjólfsson, framkvæmdastjóri stofunnar, segir fyrirtækið hafa gagnrýnt áformin. „Hverfið er algjörlega kolsprungið og það fyrir löngu,“ segir hann, en fyrirtækið óttast að engin stæði verði fyrir starfsmenn fyrirtækisins, gangi áformin eftir, hvað þá viðskiptavini. .María Rut KristinsdóttirMaría Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segist ekki vilja gera lítið úr áhyggjum íbúa og fyrirtækja á svæðinu en bendir á að sama tilhögun hafi verið varðandi stúdentaíbúðir á Lindargötunni í miðbæ Reykjavíkur varðandi stæði. Það hafi gefist vel. „Það er bara þannig að meginþorri stúdenta er ekki á einkabíl,“ útskýrir hún og segir ekki mikla umferð fylgja stúdentum, sem nýti sér frekar almenningssamgöngur og hjól Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Nú er það bara harkan sex,“ segir Símon S. Wiium, íbúi í Ásholti í Reykjavík, en hann er einn af allnokkrum íbúum sem hafa skilað inn athugasemdum vegna byggingar stúdentaíbúða á Rauðarárholti við Brautarholt, rétt fyrir ofan Hlemm. Skipulagsráð samþykkti málið úr nefnd síðasta miðvikudag. „Þetta stefnir bara í stórslys,“ segir Símon, sem hefur búið í hverfinu í fimmtán ár. Hann gagnrýnir fyrirhuguðu framkvæmdina harðlega og hann er ekki sá eini. Auk hans gerðu húsfélög í hverfinu, íbúar og fyrirtæki athugasemdir við byggingu hússins. Helsta bitbeinið er áætlaður stæðafjöldi í hverfinu. Til stendur að útbúa tuttugu stæði í bílakjallara nýbyggingarinnar en alls verða 96 íbúðir í húsinu. Það gera fimm íbúðir á hvert stæði. Einnig gera íbúar athugasemdir við hæð byggingarinnar og óttast skuggamyndun og áhrif þess á íbúðaverð. „Þetta verður bara eins og bryndreki í hverfinu,“ segir Símon áhyggjufullur. Símon segir einsýnt að það verði fleiri stúdentar á bílum en borgaryfirvöld áætla. Hann bendir jafnframt á að hótel sé í hverfinu og umferð í kringum það þrengi þegar verulega að íbúum í hverfinu. Það stefni því í ófremdarástand að hans mati. Símon segir íbúa margsinnis hafa komið sjónarmiðum sínum áleiðis, „en hrokinn er bara svo mikill,“ segir hann harðorður í garð borgaryfirvalda. Hann segir tíma sátta liðinn, nú íhugi hann að taka til sinna ráðstafana. „Ég er að íhuga að fara fram á lögbann vegna framkvæmdarinnar, og skaðabótamál ef af verður,“ segir hann. Auglýsingastofan Hvíta húsið er einnig í hverfinu. Gísli S. Brynjólfsson, framkvæmdastjóri stofunnar, segir fyrirtækið hafa gagnrýnt áformin. „Hverfið er algjörlega kolsprungið og það fyrir löngu,“ segir hann, en fyrirtækið óttast að engin stæði verði fyrir starfsmenn fyrirtækisins, gangi áformin eftir, hvað þá viðskiptavini. .María Rut KristinsdóttirMaría Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segist ekki vilja gera lítið úr áhyggjum íbúa og fyrirtækja á svæðinu en bendir á að sama tilhögun hafi verið varðandi stúdentaíbúðir á Lindargötunni í miðbæ Reykjavíkur varðandi stæði. Það hafi gefist vel. „Það er bara þannig að meginþorri stúdenta er ekki á einkabíl,“ útskýrir hún og segir ekki mikla umferð fylgja stúdentum, sem nýti sér frekar almenningssamgöngur og hjól
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira