Vill vöktun á lífríki Óli Kristján Ármannsson og Svavar Hávarðsson skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Nú hefur gríðarlegt magn síldar drepist í firðinum í tvígang. fréttablaðið/valli Umhverfisráðherra leggur til að fjármagni verði veitt til vöktunar og rannsókna vegna síldardauðans í Kolgrafafirði. Grunnskólanemar fara í dag til að tína upp síld af fjörum. Síldardauðinn mun hafa áhrif á aflaráðgjöf fyrir næstu vertíð. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, leggur á fundi ríkisstjórnarinnar í dag til að auknu fjármagni verði veitt til þess að vakta og halda utan um rannsóknir í tengslum við endurtekinn síldardauða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Í desember síðastliðnum er talið að um 30 þúsund tonn af fiski hafi drepist í firðinum og svo aftur þúsundir tonna síðasta föstudag. „Við gerum ráð fyrir að veita fjármagni í að vakta þetta ástand betur og meta þörf og möguleika á mótvægisaðgerðum,“ segir Svandís. Hafrannsóknastofnunin vinnur að því að meta hversu umfangsmikill síldardauðinn hafi verið núna í byrjun mánaðarins. Þá hefur Umhverfisstofnun og Náttúrustofa Vesturlands einnig sett upp vöktunar- og eftirlitsáætlanir. „Og það sem við veltum nú fyrir okkur er að umhverfis- og auðlindaráðuneytið í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti muni halda utan um vöktunaráætlunina, til þess að tryggja reglulega upplýsingagjöf og síðan að halda utan um skýrslu um málið frá upphafi til enda, bæði viðbrögð og vöktun,“ segir Svandís og bætir við að síldardauðinn í firðinum sé einstakur viðburður og því mikilvægt að fylgjast mjög vel með þróun mála. „Núna eru fram undan þessir mánuðir þegar fuglinn fer að koma og verður mjög mikilvægt að fylgjast með því hvort þessi viðburður hafi áhrif á fuglalífið og lífríkið allt þegar það fer að lifna meira með vorinu.“ Heimamenn gera hreinsunarátak í dag en í bítið munu krakkar úr 5.-10. bekk grunnskólans á Grundarfirði, og reyndar fleiri, halda upp í Kolgrafafjörð til að handtína síld úr fjörunni. Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir þetta einu leiðina til að bjarga þeim verðmætum sem liggja í fjörunni, tækjum verði ekki viðkomið. „Þetta verður notað í minkafóður og er tilraun til að draga úr grútarmengun, sem er orðin hrikaleg nú þegar. Síðan tekur fyrirtækið Skinnfiskur í Sandgerði síldina og krakkarnir geta notað peningana í félagsstarf.“ Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær einboðið að aflaráðgjöf stofnunarinnar í síld yrði töluvert lægri vegna síldardauðans í Kolgrafafirði. Þorsteinn sagði síldardauðann í Kolgrafafirði einstakan á heimsvísu. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Umhverfisráðherra leggur til að fjármagni verði veitt til vöktunar og rannsókna vegna síldardauðans í Kolgrafafirði. Grunnskólanemar fara í dag til að tína upp síld af fjörum. Síldardauðinn mun hafa áhrif á aflaráðgjöf fyrir næstu vertíð. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, leggur á fundi ríkisstjórnarinnar í dag til að auknu fjármagni verði veitt til þess að vakta og halda utan um rannsóknir í tengslum við endurtekinn síldardauða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Í desember síðastliðnum er talið að um 30 þúsund tonn af fiski hafi drepist í firðinum og svo aftur þúsundir tonna síðasta föstudag. „Við gerum ráð fyrir að veita fjármagni í að vakta þetta ástand betur og meta þörf og möguleika á mótvægisaðgerðum,“ segir Svandís. Hafrannsóknastofnunin vinnur að því að meta hversu umfangsmikill síldardauðinn hafi verið núna í byrjun mánaðarins. Þá hefur Umhverfisstofnun og Náttúrustofa Vesturlands einnig sett upp vöktunar- og eftirlitsáætlanir. „Og það sem við veltum nú fyrir okkur er að umhverfis- og auðlindaráðuneytið í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti muni halda utan um vöktunaráætlunina, til þess að tryggja reglulega upplýsingagjöf og síðan að halda utan um skýrslu um málið frá upphafi til enda, bæði viðbrögð og vöktun,“ segir Svandís og bætir við að síldardauðinn í firðinum sé einstakur viðburður og því mikilvægt að fylgjast mjög vel með þróun mála. „Núna eru fram undan þessir mánuðir þegar fuglinn fer að koma og verður mjög mikilvægt að fylgjast með því hvort þessi viðburður hafi áhrif á fuglalífið og lífríkið allt þegar það fer að lifna meira með vorinu.“ Heimamenn gera hreinsunarátak í dag en í bítið munu krakkar úr 5.-10. bekk grunnskólans á Grundarfirði, og reyndar fleiri, halda upp í Kolgrafafjörð til að handtína síld úr fjörunni. Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir þetta einu leiðina til að bjarga þeim verðmætum sem liggja í fjörunni, tækjum verði ekki viðkomið. „Þetta verður notað í minkafóður og er tilraun til að draga úr grútarmengun, sem er orðin hrikaleg nú þegar. Síðan tekur fyrirtækið Skinnfiskur í Sandgerði síldina og krakkarnir geta notað peningana í félagsstarf.“ Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær einboðið að aflaráðgjöf stofnunarinnar í síld yrði töluvert lægri vegna síldardauðans í Kolgrafafirði. Þorsteinn sagði síldardauðann í Kolgrafafirði einstakan á heimsvísu.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira