Kosningamál í Noregi gæti seinkað olíuleit við Jan Mayen Kristján Már Unnarsson skrifar 5. febrúar 2013 15:06 Norski olíuiðnaðurinn vill komast í Lófót á undan Jan Mayen. Deilur um hvort leyfa eigi olíuleit við Lófót og í Vesturál hafa blossað upp í Noregi eftir að stefnuskrárnefnd Verkamannaflokksins, flokks Jens Stoltenbergs forsætisráðherra, ákvað að leggja til við flokksþing í apríl að flokkurinn styddi að hafsvæðið yrði opnað til leitar á næsta kjörtímabili. Málið er líklegt til að verða eitt helsta kosningamálið í norsku þingkosningunum þann 9. september í haust. Úrslitin gætu haft áhrif á hversu hratt verði farið í olíuleit við Jan Mayen og á íslenska Drekasvæðinu. Tillaga stefnuskrárnefndarinnar, sem Helga Petersen, varaformaður Verkamannaflokksins, stýrir, hefur kallað á hörð viðbrögð, bæði úr öðrum flokkum og frá umhverfisverndarsamtökum. Við Lófót eru gjöfulustu fiskimið Noregs og mikilvægustu hrygningarstöðvar norska þorsksins, en einnig fjölskrúðugt fuglalíf og stórir kaldsjávarkóralar á hafsbotni. Samstarfsflokkur Verkamannaflokksins í ríkisstjórn, SV, systurflokkur Vinstri grænna, leggst alfarið gegn olíuleit þar og formaður Náttúruverndarsamtaka Noregs hótar harðri baráttu; segir óverjandi að leyfa þar olíuboranir. Þá hefur flokkahópur vinstri grænna í Norðurlandaráði sameiginlega ályktað gegn borunum við Lófót. Norskir vísindamenn deila um hvaða áhrif stór olíuleki, í líkingu við þann sem varð í Mexíkóflóa fyrir þremur árum, hefði við Lófót. Í umræðuþætti í norska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi sagði sérfræðingur við Hafrannsóknastofnun Noregs að miðin við Lófót væru grundvöllur fiskveiða Norðmanna og að stórt olíuslys þar gæti haft langvarandi áhrif á sjávarútveginn. Prófessor í sjávarlíffræði við Oslóarháskóla sagði áhættuna hins vegar takmarkaða og benti á að rannsóknarmódel sýndu að 1-6% af seiðaárgangi myndu drepast við stórt olíuslys. Samtök norska iðnaðarins fagna tillögu um stefnubreytingu og segja svæðið mikilvægt fyrir olíuiðnaðinn. Starfsemi þar skapi fjölda nýrra starfa og auki hagsæld í Norður-Noregi. Olíumálaráðherrann Ola Borten Moe, sem kemur úr Miðflokknum, systurflokki Framsóknarflokksins, hafði fyrir áramót lýst sig fylgjandi opnun Lófótar-svæðisins. Hægriflokkurinn styður einnig málið, en skoðanakannanir sýna hann í stórsókn og að hann geti velt Verkamannaflokknum úr sessi sem stærsti flokkur Noregs. Litið var á það sem eftirgjöf Verkamannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, þegar flokkarnir þrír í hinni rauðgrænu ríkisstjórn Noregs gerðu með sér samkomulag um að leyfa ekki olíuleit við Lófót og í Vesturál á kjörtímabilinu. Í staðinn var gerð sú málamiðlun að opna Jan Mayen-svæðið og í framhaldinu ákváðu norsk stjórnvöld fyrir áramót að taka þátt í olíuleit á íslenska hlutanum, Drekasvæðinu. Vegna mikillar fjarlægðar frá Noregsströndum er Jan Mayen-svæðið talið síðri kostur fyrir norska olíuiðnaðinn. Verði stefnubreyting eftir þingkosningarnar í haust, og Lófótur opnaður, má búast við að áhuginn á Jan Mayen-svæðinu minnki og olíuáformum Norðmanna þar seinki. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Deilur um hvort leyfa eigi olíuleit við Lófót og í Vesturál hafa blossað upp í Noregi eftir að stefnuskrárnefnd Verkamannaflokksins, flokks Jens Stoltenbergs forsætisráðherra, ákvað að leggja til við flokksþing í apríl að flokkurinn styddi að hafsvæðið yrði opnað til leitar á næsta kjörtímabili. Málið er líklegt til að verða eitt helsta kosningamálið í norsku þingkosningunum þann 9. september í haust. Úrslitin gætu haft áhrif á hversu hratt verði farið í olíuleit við Jan Mayen og á íslenska Drekasvæðinu. Tillaga stefnuskrárnefndarinnar, sem Helga Petersen, varaformaður Verkamannaflokksins, stýrir, hefur kallað á hörð viðbrögð, bæði úr öðrum flokkum og frá umhverfisverndarsamtökum. Við Lófót eru gjöfulustu fiskimið Noregs og mikilvægustu hrygningarstöðvar norska þorsksins, en einnig fjölskrúðugt fuglalíf og stórir kaldsjávarkóralar á hafsbotni. Samstarfsflokkur Verkamannaflokksins í ríkisstjórn, SV, systurflokkur Vinstri grænna, leggst alfarið gegn olíuleit þar og formaður Náttúruverndarsamtaka Noregs hótar harðri baráttu; segir óverjandi að leyfa þar olíuboranir. Þá hefur flokkahópur vinstri grænna í Norðurlandaráði sameiginlega ályktað gegn borunum við Lófót. Norskir vísindamenn deila um hvaða áhrif stór olíuleki, í líkingu við þann sem varð í Mexíkóflóa fyrir þremur árum, hefði við Lófót. Í umræðuþætti í norska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi sagði sérfræðingur við Hafrannsóknastofnun Noregs að miðin við Lófót væru grundvöllur fiskveiða Norðmanna og að stórt olíuslys þar gæti haft langvarandi áhrif á sjávarútveginn. Prófessor í sjávarlíffræði við Oslóarháskóla sagði áhættuna hins vegar takmarkaða og benti á að rannsóknarmódel sýndu að 1-6% af seiðaárgangi myndu drepast við stórt olíuslys. Samtök norska iðnaðarins fagna tillögu um stefnubreytingu og segja svæðið mikilvægt fyrir olíuiðnaðinn. Starfsemi þar skapi fjölda nýrra starfa og auki hagsæld í Norður-Noregi. Olíumálaráðherrann Ola Borten Moe, sem kemur úr Miðflokknum, systurflokki Framsóknarflokksins, hafði fyrir áramót lýst sig fylgjandi opnun Lófótar-svæðisins. Hægriflokkurinn styður einnig málið, en skoðanakannanir sýna hann í stórsókn og að hann geti velt Verkamannaflokknum úr sessi sem stærsti flokkur Noregs. Litið var á það sem eftirgjöf Verkamannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, þegar flokkarnir þrír í hinni rauðgrænu ríkisstjórn Noregs gerðu með sér samkomulag um að leyfa ekki olíuleit við Lófót og í Vesturál á kjörtímabilinu. Í staðinn var gerð sú málamiðlun að opna Jan Mayen-svæðið og í framhaldinu ákváðu norsk stjórnvöld fyrir áramót að taka þátt í olíuleit á íslenska hlutanum, Drekasvæðinu. Vegna mikillar fjarlægðar frá Noregsströndum er Jan Mayen-svæðið talið síðri kostur fyrir norska olíuiðnaðinn. Verði stefnubreyting eftir þingkosningarnar í haust, og Lófótur opnaður, má búast við að áhuginn á Jan Mayen-svæðinu minnki og olíuáformum Norðmanna þar seinki.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira