Mikilvægt að rannsaka áhrif síldardauðans á fuglalíf Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. febrúar 2013 10:45 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra bar málið upp í ríkisstjórn í morgun. Mynd/ Valli. Heimamenn vinna í dag við að hreinsa upp síld sem hefur drepist í Kolgrafafirði. Mikilvægt er að bregðast hratt við því hreinsunin gengur best á meðan síldin er enn fersk. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, bar málið upp í ríkisstjórn í morgun. Upphaflega drapst mikið af síld í desember og Svandís fór í Kolgrafafjörð fyrir helgi til að kynna sér stöðuna. „Ég fór vestur og kynnti mér málin þar og gekk fjöruna með heimamönnum. Þá var fjaran orðin full af grútarsköflum og niðurbrotið hafði gengið frekar hratt," segir Svandís. Atburðurinn endurtók sig svo fyrir helgi. „Það sem ég legg til í ríkisstjórn er að við förum í vöktunaráætlun með þeim stofnunum sem hafa yfir þeirri þekkingu að búa sem er ríkust í okkar kerfi. Þar á ég við Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun og Náttúrustofnun Vesturlands sem hefur sérstaklega verið að skoða fuglalífið og áhrif atburðanna á fuglana í firðinum," segir hún. Fulltrúar ráðuneytisins muni hitta þessar stofnanir í dag og ríkisstjórnin hafi ákveðið að veita sex milljónum í verkefnið. „Við erum í fyrsta lagi að tala um að rýna sérstaklega ástæður þess að þetta kemur upp en ekki er síður mikilvægt að koma á skipulegu og góðu eftirliti með ástandinu og hvernig því vindur fram. Og meta áhrif mengunarinnar á lífríki og mannlíf," segir Svandís. „Þetta er svo gríðarlegt magn að það er ekki hægt um vik við aðgerðir til þess að hreinsa grút í fjörum. En það er hugsanlegt að ná einhverju upp af síldinni á meðan að hún er fersk og niðurbrotið ekki gengið langt. Það er það sem heimamenn eru að gera í dag," segir Svandís. Hún segir mikilvægt að heimamenn fái góðar upplýsingar um ástand mála, en einnig sé mikilvægt fyrir vísindasamfélagið að það sé vel haldið utan um allar mælingar og framvindu fyrir lífríkið að það sé vel brugðist við. Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Heimamenn vinna í dag við að hreinsa upp síld sem hefur drepist í Kolgrafafirði. Mikilvægt er að bregðast hratt við því hreinsunin gengur best á meðan síldin er enn fersk. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, bar málið upp í ríkisstjórn í morgun. Upphaflega drapst mikið af síld í desember og Svandís fór í Kolgrafafjörð fyrir helgi til að kynna sér stöðuna. „Ég fór vestur og kynnti mér málin þar og gekk fjöruna með heimamönnum. Þá var fjaran orðin full af grútarsköflum og niðurbrotið hafði gengið frekar hratt," segir Svandís. Atburðurinn endurtók sig svo fyrir helgi. „Það sem ég legg til í ríkisstjórn er að við förum í vöktunaráætlun með þeim stofnunum sem hafa yfir þeirri þekkingu að búa sem er ríkust í okkar kerfi. Þar á ég við Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun og Náttúrustofnun Vesturlands sem hefur sérstaklega verið að skoða fuglalífið og áhrif atburðanna á fuglana í firðinum," segir hún. Fulltrúar ráðuneytisins muni hitta þessar stofnanir í dag og ríkisstjórnin hafi ákveðið að veita sex milljónum í verkefnið. „Við erum í fyrsta lagi að tala um að rýna sérstaklega ástæður þess að þetta kemur upp en ekki er síður mikilvægt að koma á skipulegu og góðu eftirliti með ástandinu og hvernig því vindur fram. Og meta áhrif mengunarinnar á lífríki og mannlíf," segir Svandís. „Þetta er svo gríðarlegt magn að það er ekki hægt um vik við aðgerðir til þess að hreinsa grút í fjörum. En það er hugsanlegt að ná einhverju upp af síldinni á meðan að hún er fersk og niðurbrotið ekki gengið langt. Það er það sem heimamenn eru að gera í dag," segir Svandís. Hún segir mikilvægt að heimamenn fái góðar upplýsingar um ástand mála, en einnig sé mikilvægt fyrir vísindasamfélagið að það sé vel haldið utan um allar mælingar og framvindu fyrir lífríkið að það sé vel brugðist við.
Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira