Fótbolti

Welbeck á skotskónum með Englendingum | Verður í banni gegn Úkraínu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Welbeck horfir á eftir boltanum í netið í kvöld.
Welbeck horfir á eftir boltanum í netið í kvöld. Mynd / Getty Images
England vann auðveldan sigur, 4-0, gegn Moldóvum í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu árið 2014.

Danny Welbeck, leikmaður Manchester United, gerði tvö mörk fyrir Englendinga á Wembley í kvöld en Rickie Lambert skorað eitt fyrir Englendinga og Steven Gerrard gerði einni eitt fyrir England.

Welbeck fékk samt sem áður gult spjald í leiknum og mun því missa af leiknum gegn Úkraínu á þriðjudagskvöld, en þá verður hann í banni.

England - Moldóvía  4-0

1-0 Steven Gerrard (12.), 2-0 Rickie Lambert (27.), 3-0 Danny Welbeck (45.), 4-0 Welbeck (51.)

Stig þjóða: England 15, Svartfjallaland 15, Úkraína 14, Pólland 10, Moldóvía 5, San Marínó 0.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×