Innlent

Um 6.000 nýir bílar skráðir

Boði Logason skrifar
Sala á nýjum bílum á fyrstu átta mánuðum ársins helst nánast í hendur við sama tímabil í fyrra.

Alls hafa verið skráðir 5.868 nýir fólksbílar á þessu ári og er það fækkun í nýskráningum um 33 bíla frá árinu áður. Í ágúst síðastliðnum voru 429 fólksbílar skráðir og er það fækkun um 9,3% frá því í fyrra, þegar 44 bílar voru skráðir.

Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, reiknar með því að 8.500 nýir bílar verði seldir á þessu ári, sem er betra en í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×