Sögðust vera í lundaskoðunarferð og voru sýknaðir af þjófnaði Jóhannes Stefánsson skrifar 23. maí 2013 15:37 Dómurinn féllst ekki á að mennirnir hefðu staðið að innbrotunum Mynd/ Tveir pólskir karlmenn, sem sögðust hafa komið til landsins til að skoða lunda í desember síðastliðnum voru þann 8. maí sl. sýknaðir af ákæru fyrir þjófnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá var kröfu um upptöku á rúmlega 4000 evrum í fórum mannanna hafnað. Mennirnir voru hins vegar sakfelldir fyrir hylmingu og hlutu 12 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Mennirnir heita Tomas Strauka og Egidijus Valiusaitis og eru eftirlýstir af Interpol. Þeir voru ákærðir hér á landi fyrir þjófnað á skartgripum og ýmsum öðrum verðmætum að heildarvirði tuga milljóna úr 18 mismunandi innbrotum.Vildu skoða lunda um hávetur og gáfu ótrúverðugar skýringar á háttsemi sinni Mennirnir komu til landsins í desember síðastliðnum og gáfu þá skýringu fyrir dómara að þeir væru á landinu til þess að skoða og ljósmynda lunda. Þegar dómarinn benti þeim á að enga lunda væri að sjá um hávetur sögðust þeir hafa ætlað sér að sigla út á haf til að leita að þeim. Í herbergi sem mennirnir voru með á leigu í Hlíðunum á meðan þeir dvöldust á landinu fannst mikið magn muna sem réttir eigendur gátu í mörgum tilfellum lýst fyrir lögreglu. Munirnir höfðu verið vandlega faldir inni í herbergi mannanna samkvæmt vitnisburðum lögreglumanna í málinu. Þá fundust skóför annars mannsins á þrem mismunandi innbrotsvettvöngum. Maðurinn gaf þá skýringu að hann hefði fundið skóna, sem pössuðu við fótsporin á innbrotsvettvöngunum, og farið með þá heim í herbergi ákærðu. Þá hafði einn húsráðandi komið heim og orðið var við tvo menn sem höfðu komið inn um svalahurð á heimili hans. Þeir höfðu á brott með sér myndavél á hlaupum er þeir urðu húsráðandans varir, en samskonar myndavél fannst í fórum ákærðu í málinu. Af framburði mannanna mátti ráða að það hafi verið fyrir hreina tilviljun að skófar sem fannst á mismunandi innbrotsvettvöngum hafi tengst skóm sem fundust í herbergi mannanna, og það hafi einnig verið tilviljun að myndavél sem tveir menn sáust taka af einum innbrotsvettvanginum hafi endað í fórum ákærðu. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki sannað að mennirnir hefðu framið innbrotin og féllst á skýringar mannanna að þeir hefðu keypt þýfið af öðrum pólskum manni.Dómurinn ekki birtur á vefnum eins og reglur kveða á um Athygli vekur að dómurinn var ekki birtur á netinu þegar hann féll, þrátt fyrir að reglur dómstólaráðs kveði á um að hann skuli birtur. Engin lagaskylda hvílir á héraðsdómi að birta dóma á netinu. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira
Tveir pólskir karlmenn, sem sögðust hafa komið til landsins til að skoða lunda í desember síðastliðnum voru þann 8. maí sl. sýknaðir af ákæru fyrir þjófnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá var kröfu um upptöku á rúmlega 4000 evrum í fórum mannanna hafnað. Mennirnir voru hins vegar sakfelldir fyrir hylmingu og hlutu 12 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Mennirnir heita Tomas Strauka og Egidijus Valiusaitis og eru eftirlýstir af Interpol. Þeir voru ákærðir hér á landi fyrir þjófnað á skartgripum og ýmsum öðrum verðmætum að heildarvirði tuga milljóna úr 18 mismunandi innbrotum.Vildu skoða lunda um hávetur og gáfu ótrúverðugar skýringar á háttsemi sinni Mennirnir komu til landsins í desember síðastliðnum og gáfu þá skýringu fyrir dómara að þeir væru á landinu til þess að skoða og ljósmynda lunda. Þegar dómarinn benti þeim á að enga lunda væri að sjá um hávetur sögðust þeir hafa ætlað sér að sigla út á haf til að leita að þeim. Í herbergi sem mennirnir voru með á leigu í Hlíðunum á meðan þeir dvöldust á landinu fannst mikið magn muna sem réttir eigendur gátu í mörgum tilfellum lýst fyrir lögreglu. Munirnir höfðu verið vandlega faldir inni í herbergi mannanna samkvæmt vitnisburðum lögreglumanna í málinu. Þá fundust skóför annars mannsins á þrem mismunandi innbrotsvettvöngum. Maðurinn gaf þá skýringu að hann hefði fundið skóna, sem pössuðu við fótsporin á innbrotsvettvöngunum, og farið með þá heim í herbergi ákærðu. Þá hafði einn húsráðandi komið heim og orðið var við tvo menn sem höfðu komið inn um svalahurð á heimili hans. Þeir höfðu á brott með sér myndavél á hlaupum er þeir urðu húsráðandans varir, en samskonar myndavél fannst í fórum ákærðu í málinu. Af framburði mannanna mátti ráða að það hafi verið fyrir hreina tilviljun að skófar sem fannst á mismunandi innbrotsvettvöngum hafi tengst skóm sem fundust í herbergi mannanna, og það hafi einnig verið tilviljun að myndavél sem tveir menn sáust taka af einum innbrotsvettvanginum hafi endað í fórum ákærðu. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki sannað að mennirnir hefðu framið innbrotin og féllst á skýringar mannanna að þeir hefðu keypt þýfið af öðrum pólskum manni.Dómurinn ekki birtur á vefnum eins og reglur kveða á um Athygli vekur að dómurinn var ekki birtur á netinu þegar hann féll, þrátt fyrir að reglur dómstólaráðs kveði á um að hann skuli birtur. Engin lagaskylda hvílir á héraðsdómi að birta dóma á netinu.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira