Helmingi færri atkvæði en í síðustu baráttu um formannsstólinn Boði Logason skrifar 29. janúar 2013 11:32 Frá landsfundi flokksins árið 2005 og Eysteinn Eyjólfsson Rúmlega helmingi færri greiddu atkvæði í kosningu um formann Samfylkingarinnar í ár heldur en árið 2005, þegar síðast var keppst um formannsstólinn. Um 5500 flokksfélagar hafa kosið í ár en árið 2005 greiddu um 12 þúsund atkvæði. Rafrænni kosningu lauk klukkan 18 í gær en atkvæði sem send voru bréfleiðis munu skila sér í þessari viku á skrifstofu flokksins, svo von er á nokkrum atkvæðum í viðbót. Eysteinn Eyjólfsson, upplýsingafulltrúi Samfylkingarinnar, segir í samtali við fréttastofu að árið 2005 hafi töluvert fleiri verið skráðir í flokkinn. „Í ár er um þriðjungsþátttaka og það er mjög gott miðað við allsherjarkosningu," segir hann. Þetta er í fyrsta skiptið sem kosið er rafrænt um formann flokksins, en áður hefur verið haldin rafræn allsherjarkosning. Úrslitin verða svo kunngjörð á laugardaginn kl. 11:30 á landsfundi flokksins sem verður haldinn í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. „Það hefur allt gengið rosalega vel og stóð kosningin yfir í 10 daga. Það var markmiðið hjá skrifstofunni að tryggja að þeir sem voru á kjörskrá gætu kosið, og það gekk allt eftir," segir hann. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, og Árni Páll Árnason, þingmaður, voru tveir í framboði til formanns en Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og núverandi formaður flokksins, gaf það út í haust að hún ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri þar sem hún ætlaði að hætta í pólitík. Þær Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra, hafa boðið sig fram í varaformanninn. Frestur í stöðuna rennur út klukkan 13 á laugardaginn, og verður svo kosið klukkan 15. Eysteinn býst við skemmtilegum landsfundi. „Þetta verður spennandi laugardagur, til dæmis verður síðasta setningarræða Jóhönnu klukkan 14 á föstudaginn og svo stefnuræða nýs formanns á sama tíma á sunnudaginn," segir hann. Nánari upplýsingar um landsfundinn má finna hér. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Rúmlega helmingi færri greiddu atkvæði í kosningu um formann Samfylkingarinnar í ár heldur en árið 2005, þegar síðast var keppst um formannsstólinn. Um 5500 flokksfélagar hafa kosið í ár en árið 2005 greiddu um 12 þúsund atkvæði. Rafrænni kosningu lauk klukkan 18 í gær en atkvæði sem send voru bréfleiðis munu skila sér í þessari viku á skrifstofu flokksins, svo von er á nokkrum atkvæðum í viðbót. Eysteinn Eyjólfsson, upplýsingafulltrúi Samfylkingarinnar, segir í samtali við fréttastofu að árið 2005 hafi töluvert fleiri verið skráðir í flokkinn. „Í ár er um þriðjungsþátttaka og það er mjög gott miðað við allsherjarkosningu," segir hann. Þetta er í fyrsta skiptið sem kosið er rafrænt um formann flokksins, en áður hefur verið haldin rafræn allsherjarkosning. Úrslitin verða svo kunngjörð á laugardaginn kl. 11:30 á landsfundi flokksins sem verður haldinn í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. „Það hefur allt gengið rosalega vel og stóð kosningin yfir í 10 daga. Það var markmiðið hjá skrifstofunni að tryggja að þeir sem voru á kjörskrá gætu kosið, og það gekk allt eftir," segir hann. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, og Árni Páll Árnason, þingmaður, voru tveir í framboði til formanns en Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og núverandi formaður flokksins, gaf það út í haust að hún ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri þar sem hún ætlaði að hætta í pólitík. Þær Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra, hafa boðið sig fram í varaformanninn. Frestur í stöðuna rennur út klukkan 13 á laugardaginn, og verður svo kosið klukkan 15. Eysteinn býst við skemmtilegum landsfundi. „Þetta verður spennandi laugardagur, til dæmis verður síðasta setningarræða Jóhönnu klukkan 14 á föstudaginn og svo stefnuræða nýs formanns á sama tíma á sunnudaginn," segir hann. Nánari upplýsingar um landsfundinn má finna hér.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira