Stefna á Íslandsmet í hundakerruakstri Hanna Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2013 07:00 Benedikt Magnússon ætlar ásamt fleirum að setja Íslandsmet í hundakerruakstri í Heiðmörk á laugardaginn. Mynd/úr einkasafni Benedikt Magnússon ætlar ásamt félögum að setja tuttugu sleðahunda fyrir kerru í Heiðmörk um helgina. Hann segir þá fá mikla ánægju og útrás við dráttinn. Hundarnir munu draga vagna á hjólum en hver og einn vegur um hundrað kíló. „Við ætlum að reyna að setja um tuttugu hunda fyrir framan sleða en það er mesti fjöldi sem hefur verið settur fyrir framan eitthvað apparat hér á landi,“ segir Benedikt Magnússon þjálfari, sem hyggst ásamt fleirum setja Íslandsmet í hundakerruakstri í Heiðmörk næstkomandi laugardag. Hundarnir, sem eru af tegundinni Siberian Husky, eru allir í eigu Benedikts og félaga hans. Benedikt á sjálfur sex hundanna. Að sögn Benedikts hefur farið mikil vinna í þjálfun hundanna. „Ef þú vilt eiga hunda sem fara einhverjar vegalengdir þarftu náttúrlega að láta þá fara þessar vegalengdir. Þú þarft sem sagt að þjálfa mikið.“ Þar sem enginn er snjórinn þessa dagana draga hundarnir vagna á hjólum sem vega um 100 kíló, en vagninn ber einn til tvo menn. „Við stefnum á að láta þá hlaupa um fimm, sex kílómetra en þetta er bara gert upp á gamanið. Við erum komin mjög stutt í þessu sporti hér á landi. Lengsta hlaupið sem hefur farið fram hér á landi er um þrjátíu kílómetrar. Úti í heimi eru þeir kannski að fara þúsund kílómetra en það tekur þá kannski fimm daga.“ Spurður hvort hann sjái fyrir sér auknar vinsældir íþróttarinnar segist hann vona að svo verði en bætir við: „Hinn almenni hundaeigandi er að kaupa sér gæludýr, en þeir sem eiga sleðahunda vilja vinnudýr. Þetta eru tveir ólíkir heimar en þeir geta alveg farið saman. Það hafa verið stofnaðir tveir klúbbar í kringum þetta, Sleðahundaklúbbur Íslands og Draghundasport Íslands, en fjöldi fólks er meðlimir í klúbbnum og margir þeirra eiga ekki einu sinni sleðahund. Þannig að það greinilegt að það er fjöldi fólks sem hefur áhuga á þessu.“ Benedikt segir hundana fá mikið út úr því að draga sleða. „Hundunum finnst þetta mjög gaman og þeir alveg bíða eftir því að fá að komast út. Þetta eru vinnudýr og í þessu fá þeir mikla útrás.“ Eins og áður segir mun atburðurinn fara fram í Heiðmörk næstkomandi laugardag klukkan tvö. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Benedikt Magnússon ætlar ásamt félögum að setja tuttugu sleðahunda fyrir kerru í Heiðmörk um helgina. Hann segir þá fá mikla ánægju og útrás við dráttinn. Hundarnir munu draga vagna á hjólum en hver og einn vegur um hundrað kíló. „Við ætlum að reyna að setja um tuttugu hunda fyrir framan sleða en það er mesti fjöldi sem hefur verið settur fyrir framan eitthvað apparat hér á landi,“ segir Benedikt Magnússon þjálfari, sem hyggst ásamt fleirum setja Íslandsmet í hundakerruakstri í Heiðmörk næstkomandi laugardag. Hundarnir, sem eru af tegundinni Siberian Husky, eru allir í eigu Benedikts og félaga hans. Benedikt á sjálfur sex hundanna. Að sögn Benedikts hefur farið mikil vinna í þjálfun hundanna. „Ef þú vilt eiga hunda sem fara einhverjar vegalengdir þarftu náttúrlega að láta þá fara þessar vegalengdir. Þú þarft sem sagt að þjálfa mikið.“ Þar sem enginn er snjórinn þessa dagana draga hundarnir vagna á hjólum sem vega um 100 kíló, en vagninn ber einn til tvo menn. „Við stefnum á að láta þá hlaupa um fimm, sex kílómetra en þetta er bara gert upp á gamanið. Við erum komin mjög stutt í þessu sporti hér á landi. Lengsta hlaupið sem hefur farið fram hér á landi er um þrjátíu kílómetrar. Úti í heimi eru þeir kannski að fara þúsund kílómetra en það tekur þá kannski fimm daga.“ Spurður hvort hann sjái fyrir sér auknar vinsældir íþróttarinnar segist hann vona að svo verði en bætir við: „Hinn almenni hundaeigandi er að kaupa sér gæludýr, en þeir sem eiga sleðahunda vilja vinnudýr. Þetta eru tveir ólíkir heimar en þeir geta alveg farið saman. Það hafa verið stofnaðir tveir klúbbar í kringum þetta, Sleðahundaklúbbur Íslands og Draghundasport Íslands, en fjöldi fólks er meðlimir í klúbbnum og margir þeirra eiga ekki einu sinni sleðahund. Þannig að það greinilegt að það er fjöldi fólks sem hefur áhuga á þessu.“ Benedikt segir hundana fá mikið út úr því að draga sleða. „Hundunum finnst þetta mjög gaman og þeir alveg bíða eftir því að fá að komast út. Þetta eru vinnudýr og í þessu fá þeir mikla útrás.“ Eins og áður segir mun atburðurinn fara fram í Heiðmörk næstkomandi laugardag klukkan tvö.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira