Stefna á Íslandsmet í hundakerruakstri Hanna Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2013 07:00 Benedikt Magnússon ætlar ásamt fleirum að setja Íslandsmet í hundakerruakstri í Heiðmörk á laugardaginn. Mynd/úr einkasafni Benedikt Magnússon ætlar ásamt félögum að setja tuttugu sleðahunda fyrir kerru í Heiðmörk um helgina. Hann segir þá fá mikla ánægju og útrás við dráttinn. Hundarnir munu draga vagna á hjólum en hver og einn vegur um hundrað kíló. „Við ætlum að reyna að setja um tuttugu hunda fyrir framan sleða en það er mesti fjöldi sem hefur verið settur fyrir framan eitthvað apparat hér á landi,“ segir Benedikt Magnússon þjálfari, sem hyggst ásamt fleirum setja Íslandsmet í hundakerruakstri í Heiðmörk næstkomandi laugardag. Hundarnir, sem eru af tegundinni Siberian Husky, eru allir í eigu Benedikts og félaga hans. Benedikt á sjálfur sex hundanna. Að sögn Benedikts hefur farið mikil vinna í þjálfun hundanna. „Ef þú vilt eiga hunda sem fara einhverjar vegalengdir þarftu náttúrlega að láta þá fara þessar vegalengdir. Þú þarft sem sagt að þjálfa mikið.“ Þar sem enginn er snjórinn þessa dagana draga hundarnir vagna á hjólum sem vega um 100 kíló, en vagninn ber einn til tvo menn. „Við stefnum á að láta þá hlaupa um fimm, sex kílómetra en þetta er bara gert upp á gamanið. Við erum komin mjög stutt í þessu sporti hér á landi. Lengsta hlaupið sem hefur farið fram hér á landi er um þrjátíu kílómetrar. Úti í heimi eru þeir kannski að fara þúsund kílómetra en það tekur þá kannski fimm daga.“ Spurður hvort hann sjái fyrir sér auknar vinsældir íþróttarinnar segist hann vona að svo verði en bætir við: „Hinn almenni hundaeigandi er að kaupa sér gæludýr, en þeir sem eiga sleðahunda vilja vinnudýr. Þetta eru tveir ólíkir heimar en þeir geta alveg farið saman. Það hafa verið stofnaðir tveir klúbbar í kringum þetta, Sleðahundaklúbbur Íslands og Draghundasport Íslands, en fjöldi fólks er meðlimir í klúbbnum og margir þeirra eiga ekki einu sinni sleðahund. Þannig að það greinilegt að það er fjöldi fólks sem hefur áhuga á þessu.“ Benedikt segir hundana fá mikið út úr því að draga sleða. „Hundunum finnst þetta mjög gaman og þeir alveg bíða eftir því að fá að komast út. Þetta eru vinnudýr og í þessu fá þeir mikla útrás.“ Eins og áður segir mun atburðurinn fara fram í Heiðmörk næstkomandi laugardag klukkan tvö. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Benedikt Magnússon ætlar ásamt félögum að setja tuttugu sleðahunda fyrir kerru í Heiðmörk um helgina. Hann segir þá fá mikla ánægju og útrás við dráttinn. Hundarnir munu draga vagna á hjólum en hver og einn vegur um hundrað kíló. „Við ætlum að reyna að setja um tuttugu hunda fyrir framan sleða en það er mesti fjöldi sem hefur verið settur fyrir framan eitthvað apparat hér á landi,“ segir Benedikt Magnússon þjálfari, sem hyggst ásamt fleirum setja Íslandsmet í hundakerruakstri í Heiðmörk næstkomandi laugardag. Hundarnir, sem eru af tegundinni Siberian Husky, eru allir í eigu Benedikts og félaga hans. Benedikt á sjálfur sex hundanna. Að sögn Benedikts hefur farið mikil vinna í þjálfun hundanna. „Ef þú vilt eiga hunda sem fara einhverjar vegalengdir þarftu náttúrlega að láta þá fara þessar vegalengdir. Þú þarft sem sagt að þjálfa mikið.“ Þar sem enginn er snjórinn þessa dagana draga hundarnir vagna á hjólum sem vega um 100 kíló, en vagninn ber einn til tvo menn. „Við stefnum á að láta þá hlaupa um fimm, sex kílómetra en þetta er bara gert upp á gamanið. Við erum komin mjög stutt í þessu sporti hér á landi. Lengsta hlaupið sem hefur farið fram hér á landi er um þrjátíu kílómetrar. Úti í heimi eru þeir kannski að fara þúsund kílómetra en það tekur þá kannski fimm daga.“ Spurður hvort hann sjái fyrir sér auknar vinsældir íþróttarinnar segist hann vona að svo verði en bætir við: „Hinn almenni hundaeigandi er að kaupa sér gæludýr, en þeir sem eiga sleðahunda vilja vinnudýr. Þetta eru tveir ólíkir heimar en þeir geta alveg farið saman. Það hafa verið stofnaðir tveir klúbbar í kringum þetta, Sleðahundaklúbbur Íslands og Draghundasport Íslands, en fjöldi fólks er meðlimir í klúbbnum og margir þeirra eiga ekki einu sinni sleðahund. Þannig að það greinilegt að það er fjöldi fólks sem hefur áhuga á þessu.“ Benedikt segir hundana fá mikið út úr því að draga sleða. „Hundunum finnst þetta mjög gaman og þeir alveg bíða eftir því að fá að komast út. Þetta eru vinnudýr og í þessu fá þeir mikla útrás.“ Eins og áður segir mun atburðurinn fara fram í Heiðmörk næstkomandi laugardag klukkan tvö.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira