Lífið

Marta María setur húsið á sölu

Ellý Ármanns skrifar
Marta María Jónasdóttir ritstjóri Smartlands á mbl.is hefur sett heimili sitt í Brekkugerði 4 í Reykjavík á sölu. Um er að ræða einstaklega fallegt 231 fermetra einbýli á einni hæð með góðum garði til suðurs. Húsið er teiknað af Sigvalda Thorðarsson arkitekt. Marta hefur leyft upprunalegum innréttingum að njóta sín eins og sjá má á myndunum.

Marta sýnir eignina, sem kostar 85 milljónir krónur, á mánudaginn 8. apríl milli klukkan 17:00 - 18:00. Sjá meiri upplýsingar um fasteignina hér (Fasteignavefur Visis).

Húsið hefur mikið verið endurnýjað m.a. gólfefni, innréttingar, eldhús, baðherbergi, ofnalagnir og fleira.
Húsið skiptist í anddyri, snyrtingu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús, baðherbergi, fjögur herbergi og geymslur.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.

Marta innréttaði húsið á fallegan máta og leyfði upprunalegum innréttingum að njóta sín.

Tengdar fréttir

Marta María skilin

Skilnaður Mörtu Maríu Jónasdóttur ritstjóra Smartlands er aðalfrétt tímaritsins Séð og heyrt þessa vikuna. Hún og Jóhannes Ingimundarson sjónfræðingur eru skilin eftir sex ára hjónaband en saman eiga þau tvo drengi. Marta og Jóhannes fluttu nýverið í einstaklega fallegt Sigvaldahús í Brekkugerði í Reykjavík sem hún innréttaði húsið á fallegan máta en leyfði upprunalegum innréttingum að njóta sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.