Tæplega 300 milljónir fara í aðgerðir gegn barnamisnotkun 5. apríl 2013 14:55 Frá fundinum í dag Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja nú þegar 79 milljónum króna til að fjármagna forgangsaðgerðir til að bregðast við neyðarástandi í kynferðisbrotum gegn börnum. Þá hefur ríkisstjórnin lagt til að 110 milljón króna aukafjárveiting verði varið í kaup á nýju Barnahúsi en sú tillaga er háð samþykki Alþingis. Samanlagt er um að ræða 189 milljónir króna. Á fundi með velferðarráðherra, innanríkisráðherra og forsætisráðherra, kom fram að álitlegt hús fyrir Barnahús hafi þegar verið fundið. Kaup á því ættu að geta gengið í gegn á næstu vikum. Í janúar síðastliðnum skipaði forsætisráðherra nefnd fjögurra ráðuneyta um samhæfða framkvæmd stjórnvalda til þess að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi, eflingu lögreglu og ákæruvalds og bætt úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota, einkum börn. Þá átti nefndin að leggja til aðgerðir um bætta skráningu, eftirlit og meðferð með dæmdum kynferðisbrotamönnum. Í nefndinni sátu Ágúst Ólafur Ágústsson formaður, frá forsætisráðuneyti, Halla Gunnarsdóttir og Þórunn Hafstein frá innanríkisráðuneyti, Ingibjörg Broddadóttir og Sindri Kristjánsson frá velferðarráðuneyti og Jóna Pálsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Nefndin er viðbragð við gríðarlega sterkum viðbrögðum samfélagsins við umfjöllun Kastljóss um kynferðisofbeldi gegn börnum. Holskefla kæra hafa borist lögreglunni með tilheyrandi álagi fyrir rannsóknaraðila og ákæruvald. Meðal annars kom fram á fundinum að 40 börn væru á biðlista um að komast í viðtal í Barnahúsi en um tvö börn koma þangað á hverjum degi. Það er í fyrsta skiptið sem biðlisti er í þetta mikilvæga hús. Það gamla hefur annað um 270-300 börnum á ári hverju. Það verður selt, og andvirði þess meðal annars nýtt til þess að kaupa nýja Barnahúsið. Alls leggur nefndin til 27 tillögur til úrbóta og er heildarkostnaður við þær um 290 milljónir króna þar með talin kaup á nýju Barnahúsi. Í ljósi þess neyðarástands sem hefur skapast vegna kynferðisbrota gegn börnum var tillögunum forgangsraðað eftir mikilvægi og var það niðurstaða nefndarinnar að 15 tillögur þyldu enga bið. Þar er meðal annars gert ráð fyrir 11 nýjum stöðugildum til mæta brýnni þörf. Hér eru forgangstillögur nefndarinnar: 1. Tillaga um kaup á nýju Barnahúsi en þessi tillaga er háð samþykki Alþingis. 2. Tillaga um landssamráð barnaverndaryfirvalda, lögreglu og ákæruvalds. 3. Tillaga um svæðissamráð sveitarfélaga, lögreglustjóra og barnaverndarnefnda. 4. Tillaga um fjölgun sérfræðinga í Barnahúsi. 5. Tillaga um stuðning gagnvart aðstandendum brotaþola. 6. Tillaga um eflingu Vitundarvakningar gegn kynferðislegu ofbeldi. 7. Tillaga um gerð fræðsluefnis um kynferðisofbeldi. 8. Tillaga um aukinn stuðning við félagasamtök sem sinna þjónustu fyrir brotaþola. 9. Tillaga um fjölgun lögreglumanna sem sinna rannsókn kynferðisbrota. 10. Tillaga um ráðningu aðstoðarsaksóknara við embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 11. Tillaga um sálgæslu fyrir lögreglumenn og ákærendur í kynferðisbrotum gegn börnum. 12. Tillaga um ráðningu saksóknara við embætti ríkissaksóknara. 13. Tillaga um áhættumat á dæmdum kynferðisbrotamönnum. 14. Tillaga um skráningu kynferðisbrotamanna. 15. Tillaga um ráðningu sálfræðings við embætti Fangelsismálastofnunar. Kostnaðurinn við forgangstillögur nefndarinnar á þessu ári er 79 milljónir króna fyrir utan kaup á nýju Barnahúsi. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að mæta þessum kostnaði nú þegar vegna þess neyðarástands skapast hefur vegna kynferðisbrota gegn börnum. Þá leggur ríkisstjórnin til að tillagan um kaup á nýju Barnahúsi fyrir allt að 110 milljónir króna að teknu tilliti til söluandvirðis á núverandi húsnæði sem bætist við umrædda upphæð, verði tryggð með aukafjárveitingu með fyrirvara um samþykki Alþingis. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að 189 milljónum kr. verði á þessu ári varið í kaup á nýju Barnahúsi og aðrar forgangstillögur til að bregðast við því neyðarástandinu. Hér fyrir neðan má finna aðrar tillögur nefndarinnar en ýmsar aðrar úrbætur eru nú þegar komnar til skoðunar hjá viðkomandi ráðuneytum og má þar nefna skýrslutökur barna, rannsóknarheimildir lögreglu og mótun tillagna að framtíðarskipan ákæruvaldsins Aðrar tillögur nefndarinnar sem lagt er til að ráðist verði í á næsta ári: 1. Tillaga um miðlæga stuðnings- og ráðgjafareiningu fyrir brotaþola 2. Tillaga um ráðningu sálfræðings á geðsvið Landspítalans fyrir fullorðna brotaþola 3. Tillaga um meðferð fyrir kynferðisbrotamenn 4. Tillaga um úrræði fyrir þá sem kunna að fremja kynferðisbrot gegn börnum 5. Tillaga um læknisskoðanir í Barnahúsi og verkaskiptingu við neyðarmóttöku 6. Tillaga um rannsóknarsjóð um forvarnir og kynferðislegt ofbeldi 7. Tillaga um fræðslu um heimilisofbeldi 8. Tillaga um klám og kynheilbrigði 9. Tillaga um miðlægt gagnasafn 10. Tillaga um endurmenntun og þjálfun lögreglumanna sem fást við kynferðisbrot 11. Tillaga um fjölgun félagsráðgjafa við embætti Fangelsismálastofnunar 12. Tillaga um upplýsingar úr sakarvottorði Heildarkostnaður við allar tillögurnar og þar með talið forgangstillögurnar, er um 290 milljónir króna. Tengdar fréttir Segja neyðarástand í kynferðisbrotum - verja 79 milljónum í forgangsaðgerðir Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja nú þegar tæplega 80 milljónum króna til þess að fjármagna forgangsaðgerðir til þess að bregðast við því sem ríkisstjórnin kallar neyðarástand í kynferðisbrotum gegn börnum. Allt í allt stendur til að verja um 300 milljónum í þessar aðgerðir 5. apríl 2013 13:52 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja nú þegar 79 milljónum króna til að fjármagna forgangsaðgerðir til að bregðast við neyðarástandi í kynferðisbrotum gegn börnum. Þá hefur ríkisstjórnin lagt til að 110 milljón króna aukafjárveiting verði varið í kaup á nýju Barnahúsi en sú tillaga er háð samþykki Alþingis. Samanlagt er um að ræða 189 milljónir króna. Á fundi með velferðarráðherra, innanríkisráðherra og forsætisráðherra, kom fram að álitlegt hús fyrir Barnahús hafi þegar verið fundið. Kaup á því ættu að geta gengið í gegn á næstu vikum. Í janúar síðastliðnum skipaði forsætisráðherra nefnd fjögurra ráðuneyta um samhæfða framkvæmd stjórnvalda til þess að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi, eflingu lögreglu og ákæruvalds og bætt úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota, einkum börn. Þá átti nefndin að leggja til aðgerðir um bætta skráningu, eftirlit og meðferð með dæmdum kynferðisbrotamönnum. Í nefndinni sátu Ágúst Ólafur Ágústsson formaður, frá forsætisráðuneyti, Halla Gunnarsdóttir og Þórunn Hafstein frá innanríkisráðuneyti, Ingibjörg Broddadóttir og Sindri Kristjánsson frá velferðarráðuneyti og Jóna Pálsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Nefndin er viðbragð við gríðarlega sterkum viðbrögðum samfélagsins við umfjöllun Kastljóss um kynferðisofbeldi gegn börnum. Holskefla kæra hafa borist lögreglunni með tilheyrandi álagi fyrir rannsóknaraðila og ákæruvald. Meðal annars kom fram á fundinum að 40 börn væru á biðlista um að komast í viðtal í Barnahúsi en um tvö börn koma þangað á hverjum degi. Það er í fyrsta skiptið sem biðlisti er í þetta mikilvæga hús. Það gamla hefur annað um 270-300 börnum á ári hverju. Það verður selt, og andvirði þess meðal annars nýtt til þess að kaupa nýja Barnahúsið. Alls leggur nefndin til 27 tillögur til úrbóta og er heildarkostnaður við þær um 290 milljónir króna þar með talin kaup á nýju Barnahúsi. Í ljósi þess neyðarástands sem hefur skapast vegna kynferðisbrota gegn börnum var tillögunum forgangsraðað eftir mikilvægi og var það niðurstaða nefndarinnar að 15 tillögur þyldu enga bið. Þar er meðal annars gert ráð fyrir 11 nýjum stöðugildum til mæta brýnni þörf. Hér eru forgangstillögur nefndarinnar: 1. Tillaga um kaup á nýju Barnahúsi en þessi tillaga er háð samþykki Alþingis. 2. Tillaga um landssamráð barnaverndaryfirvalda, lögreglu og ákæruvalds. 3. Tillaga um svæðissamráð sveitarfélaga, lögreglustjóra og barnaverndarnefnda. 4. Tillaga um fjölgun sérfræðinga í Barnahúsi. 5. Tillaga um stuðning gagnvart aðstandendum brotaþola. 6. Tillaga um eflingu Vitundarvakningar gegn kynferðislegu ofbeldi. 7. Tillaga um gerð fræðsluefnis um kynferðisofbeldi. 8. Tillaga um aukinn stuðning við félagasamtök sem sinna þjónustu fyrir brotaþola. 9. Tillaga um fjölgun lögreglumanna sem sinna rannsókn kynferðisbrota. 10. Tillaga um ráðningu aðstoðarsaksóknara við embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 11. Tillaga um sálgæslu fyrir lögreglumenn og ákærendur í kynferðisbrotum gegn börnum. 12. Tillaga um ráðningu saksóknara við embætti ríkissaksóknara. 13. Tillaga um áhættumat á dæmdum kynferðisbrotamönnum. 14. Tillaga um skráningu kynferðisbrotamanna. 15. Tillaga um ráðningu sálfræðings við embætti Fangelsismálastofnunar. Kostnaðurinn við forgangstillögur nefndarinnar á þessu ári er 79 milljónir króna fyrir utan kaup á nýju Barnahúsi. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að mæta þessum kostnaði nú þegar vegna þess neyðarástands skapast hefur vegna kynferðisbrota gegn börnum. Þá leggur ríkisstjórnin til að tillagan um kaup á nýju Barnahúsi fyrir allt að 110 milljónir króna að teknu tilliti til söluandvirðis á núverandi húsnæði sem bætist við umrædda upphæð, verði tryggð með aukafjárveitingu með fyrirvara um samþykki Alþingis. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að 189 milljónum kr. verði á þessu ári varið í kaup á nýju Barnahúsi og aðrar forgangstillögur til að bregðast við því neyðarástandinu. Hér fyrir neðan má finna aðrar tillögur nefndarinnar en ýmsar aðrar úrbætur eru nú þegar komnar til skoðunar hjá viðkomandi ráðuneytum og má þar nefna skýrslutökur barna, rannsóknarheimildir lögreglu og mótun tillagna að framtíðarskipan ákæruvaldsins Aðrar tillögur nefndarinnar sem lagt er til að ráðist verði í á næsta ári: 1. Tillaga um miðlæga stuðnings- og ráðgjafareiningu fyrir brotaþola 2. Tillaga um ráðningu sálfræðings á geðsvið Landspítalans fyrir fullorðna brotaþola 3. Tillaga um meðferð fyrir kynferðisbrotamenn 4. Tillaga um úrræði fyrir þá sem kunna að fremja kynferðisbrot gegn börnum 5. Tillaga um læknisskoðanir í Barnahúsi og verkaskiptingu við neyðarmóttöku 6. Tillaga um rannsóknarsjóð um forvarnir og kynferðislegt ofbeldi 7. Tillaga um fræðslu um heimilisofbeldi 8. Tillaga um klám og kynheilbrigði 9. Tillaga um miðlægt gagnasafn 10. Tillaga um endurmenntun og þjálfun lögreglumanna sem fást við kynferðisbrot 11. Tillaga um fjölgun félagsráðgjafa við embætti Fangelsismálastofnunar 12. Tillaga um upplýsingar úr sakarvottorði Heildarkostnaður við allar tillögurnar og þar með talið forgangstillögurnar, er um 290 milljónir króna.
Tengdar fréttir Segja neyðarástand í kynferðisbrotum - verja 79 milljónum í forgangsaðgerðir Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja nú þegar tæplega 80 milljónum króna til þess að fjármagna forgangsaðgerðir til þess að bregðast við því sem ríkisstjórnin kallar neyðarástand í kynferðisbrotum gegn börnum. Allt í allt stendur til að verja um 300 milljónum í þessar aðgerðir 5. apríl 2013 13:52 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Segja neyðarástand í kynferðisbrotum - verja 79 milljónum í forgangsaðgerðir Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja nú þegar tæplega 80 milljónum króna til þess að fjármagna forgangsaðgerðir til þess að bregðast við því sem ríkisstjórnin kallar neyðarástand í kynferðisbrotum gegn börnum. Allt í allt stendur til að verja um 300 milljónum í þessar aðgerðir 5. apríl 2013 13:52
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent