Innlent

Karlmaður féll í sprungu á Sólheimajökli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um þrjúleytið í dag voru björgunarsveitirir frá Hvolsvelli, Hellu og Landeyjum ásamt fjallabjörgunarmönnum af höfuðborgarsvæðinu kallaðir út vegna slyss á Sólheimajökli.

Fjallabjörgunarmenn fóru með þyrlu Landhelgisgæslu sem einnig var kölluð út. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg voru tildrög málsins þau að tilkynning barst um að maður hefði fallið í sprungu og væri með minnkandi meðvitund. Hann var í ferð hjá ferðaskrifstofu sem býður jöklagöngur á þessu svæði.

Rúmri hálfri klukkustund síðar var tilkynnt um að maðurinn væri kominn upp úr sprungunni og á leið niður jökulinn. Var því aðgerðin afturkölluð og björgunarmönnum snúið til síns heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×