Innlent

Vilhjálmur fær að leiða sextán vitni fyrir dóm

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilhjálmur Bjarnason fær að afla gagna.
Vilhjálmur Bjarnason fær að afla gagna.

Vilhjálmur Bjarnason fær að leiða sextán vitni fyrir dóm vegna máls sem hann íhugar að höfða vegna hruns Landsbankans. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Íslands sem kvað upp dóm sinn í gær. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfu Vilhjálms.

Vilhjálmur telur sig hafa orðið fyrir tjóni þegar hlutabréf hans í Landsbankanum urðu verðlaus við hrun bankans og að tjónið mætti a.m.k. að hluta rekja til ólögmætra og saknæmra athafna sem Björgólfur Thor hefði stuðlað að eða átt þátt í. Talið var að þau atvik sem Vilhjálmur leitaði sönnunar um vörðuðu lögvarða hagsmuni hans.

Vilhjálmur krafðist þess að skýrsla yrði tekin af Björgólfi Thor Björgólfssyni, einum aðaleiganda hins fallna banka, en Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki verði tekin vitnaskýrsla af Björgólfi. Ástæðan er sú að fyrirsjáanlegt er að hann verði aðili að væntanlegu dómsmáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×