Viggó Þór Þórisson sakfelldur fyrir stórfelld auðgunarbrot Jóhannes Stefánsson skrifar 18. apríl 2013 17:49 Hæstiréttur kvað í dag upp dóm í máli Viggó Þórs Þórissonar þar sem hann var sakfelldur fyrir tilraun til fjársvika. Viggó var dæmdur til tveggja ára og sex mánaða fangelsisrefsingar, en Hæstiréttur þyngdi refsingu héraðsdóms Reykjaness um hálft ár. Viggó var ákærður fyrir umboðssvik, en tilraun til fjársvika til vara. Ákæruvaldið fékk ákúrur í málinu frá Hæstarétti. Héraðsdómur hafði sakfellt ákærða fyrir alla ákæruliði en Hæstiréttur sýknaði ákærða af einum ákæruliðnum vegna þess að dómurinn taldi að ákæruvaldinu hafi láðst að "greina hugsanlegar afleiðingar brotsins með almennum hætti" í ákærunni. Þannig hafi ekki verið hægt að færa fullar sönnur fyrir því að verknaðarlýsingin hefði verið eins og hún birtist í ákæru.Gríðarlegar fjárhæðir í spilinu Málið komst upp í kjölfar ábendingar JP Morgan banka í Englandi þess efnis að reynt hefði verið að nota skjöl merkt VSP, sem álitin væru vafasöm, í viðskiptum við JP Morgan. Málavextir voru þeir að ákærði, sem var framkvæmdastjóri Verðbréfaþjónustu Sparisjóðanna (VSP) útbjó skjal með nafninu innlánsskírteini þar sem tilhæfulaust var staðhæft að viðskiptavinur VSP hefði á tilteknum innlánsreikningi 200.000.000,- bandaríkjadala (jafnvirði 23,2 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins) sem mætti greiða greiðsluþega eða löglegum framsalshöfum við framlagningu skírteinisins eftir 31. desember 2009 á aðalskrifstofu VSP. Þá útbjó ákærði falsað skjal á ensku í nafni VSP með nafninu tryggingavörslusjóðir, dags. 17. október 2006, sem hann undirritaði. Ákærði lét viðgangast athugasemdalaust að í útboðslýsingu skuldabréfaútboðs bandarísks félags, dags. 18. október 2006, sem skráð var í kauphöll Ermasundseyja í október 2006, kæmi fram að skuldabréfaútboðið væri tryggt með 700.000.000,- bandaríkjadala (jafnvirði 81,5 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins) tryggingavörsluábyrgð á milli bandaríska félagsins og VSP. Falsaða skjalið var til grundvallar útboðslýsingunni. Til viðbótar útbjó ákærði þrjú fölsuð reikningsyfirlit til að greiða fyrir útboðinu. Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Hæstiréttur kvað í dag upp dóm í máli Viggó Þórs Þórissonar þar sem hann var sakfelldur fyrir tilraun til fjársvika. Viggó var dæmdur til tveggja ára og sex mánaða fangelsisrefsingar, en Hæstiréttur þyngdi refsingu héraðsdóms Reykjaness um hálft ár. Viggó var ákærður fyrir umboðssvik, en tilraun til fjársvika til vara. Ákæruvaldið fékk ákúrur í málinu frá Hæstarétti. Héraðsdómur hafði sakfellt ákærða fyrir alla ákæruliði en Hæstiréttur sýknaði ákærða af einum ákæruliðnum vegna þess að dómurinn taldi að ákæruvaldinu hafi láðst að "greina hugsanlegar afleiðingar brotsins með almennum hætti" í ákærunni. Þannig hafi ekki verið hægt að færa fullar sönnur fyrir því að verknaðarlýsingin hefði verið eins og hún birtist í ákæru.Gríðarlegar fjárhæðir í spilinu Málið komst upp í kjölfar ábendingar JP Morgan banka í Englandi þess efnis að reynt hefði verið að nota skjöl merkt VSP, sem álitin væru vafasöm, í viðskiptum við JP Morgan. Málavextir voru þeir að ákærði, sem var framkvæmdastjóri Verðbréfaþjónustu Sparisjóðanna (VSP) útbjó skjal með nafninu innlánsskírteini þar sem tilhæfulaust var staðhæft að viðskiptavinur VSP hefði á tilteknum innlánsreikningi 200.000.000,- bandaríkjadala (jafnvirði 23,2 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins) sem mætti greiða greiðsluþega eða löglegum framsalshöfum við framlagningu skírteinisins eftir 31. desember 2009 á aðalskrifstofu VSP. Þá útbjó ákærði falsað skjal á ensku í nafni VSP með nafninu tryggingavörslusjóðir, dags. 17. október 2006, sem hann undirritaði. Ákærði lét viðgangast athugasemdalaust að í útboðslýsingu skuldabréfaútboðs bandarísks félags, dags. 18. október 2006, sem skráð var í kauphöll Ermasundseyja í október 2006, kæmi fram að skuldabréfaútboðið væri tryggt með 700.000.000,- bandaríkjadala (jafnvirði 81,5 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins) tryggingavörsluábyrgð á milli bandaríska félagsins og VSP. Falsaða skjalið var til grundvallar útboðslýsingunni. Til viðbótar útbjó ákærði þrjú fölsuð reikningsyfirlit til að greiða fyrir útboðinu.
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira