VÍS brýtur ísinn í Kauphöll Íslands Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. apríl 2013 07:00 Gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með hluti VÍS í Kauphöll Íslands verði þriðjudagurinn 24. apríl næstkomandi.Fréttablaðið/Vilhelm Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, verður við skráningu VÍS á markað eftir helgi fyrsti kvenforstjórinn til að stýra skráðu félagi eftir hrun. „Mér hafði verið bent á að þetta kynni að vera tilfellið, en svo sem ekki leitt hugann mikið að þessu,“ segir Sigrún Ragna. Allur tími hennar hafi farið í að einbeita sér að því að ljúka skráningarferlinu. Taka á bréf VÍS til viðskipta í Nasdaq OMX Kauphöll Íslands þriðjudaginn 24. apríl, síðasta vetrardag. Um leið segir Sigrún Ragna vitanlega jákvætt að fá konu í hóp þeirra sem stýra skráðum fyrirtækjum hér á landi. „Ég hef líka þá bjargföstu trú að það skipti máli að hafa góða dreifingu í hópum, alveg sama hvort það er hjá forstjórum, í stjórnum eða hjá stjórnendum almennt.“ Upphaflega stóð til að selja 60 prósent hlutafjár í VÍS í útboðinu sem lauk á þriðjudag en það hlutfall var hækkað í 70% í ljósi mikils áhuga. Seld voru bréf í félaginu fyrir 14,3 milljarða króna á genginu 7,95 til 9,20 krónur á hlut. Í verðmati á VÍS sem Greining Íslandsbanka gaf nýverið út í tilefni af útboðinu voru bréf félagsins metin á 7,05 krónur á hlut. Hæsta sölugengi í útboðinu er því þrjátíu prósentum yfir verðmatsgenginu og meðalgengið fimmtungi yfir verðmati Greiningar Íslandsbanka. Sigrún Ragna segir mikinn áhuga almennra fjárfesta á VÍS ánægjulegan og fagnar því að fá með þessu inn í félagið tæplega 5.000 nýja hluthafa. Með því hafi líka verið rutt úr vegi fyrirvörum sem Kauphöllin hafi sett um fjölda hluthafa í félaginu. „Þetta er mjög góð dreifing og heppilegt, ekki síst fyrir tryggingafélög sem eru með mjög dreifðan hóp viðskiptavina, að eignarhaldið sé dreift. Það fer mjög vel saman,“ segir hún. Þá segir Sigrún Ragna ljóst að VÍS sé eitt form af félögum sem mjög heppilegt sé að hafa með öðrum skráðum félögum. „Þar eru mismunandi tegundir af félögum og við höfum kynnt þetta félag sem sterkan kost í að vera arðgreiðslufélag.“ Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, verður við skráningu VÍS á markað eftir helgi fyrsti kvenforstjórinn til að stýra skráðu félagi eftir hrun. „Mér hafði verið bent á að þetta kynni að vera tilfellið, en svo sem ekki leitt hugann mikið að þessu,“ segir Sigrún Ragna. Allur tími hennar hafi farið í að einbeita sér að því að ljúka skráningarferlinu. Taka á bréf VÍS til viðskipta í Nasdaq OMX Kauphöll Íslands þriðjudaginn 24. apríl, síðasta vetrardag. Um leið segir Sigrún Ragna vitanlega jákvætt að fá konu í hóp þeirra sem stýra skráðum fyrirtækjum hér á landi. „Ég hef líka þá bjargföstu trú að það skipti máli að hafa góða dreifingu í hópum, alveg sama hvort það er hjá forstjórum, í stjórnum eða hjá stjórnendum almennt.“ Upphaflega stóð til að selja 60 prósent hlutafjár í VÍS í útboðinu sem lauk á þriðjudag en það hlutfall var hækkað í 70% í ljósi mikils áhuga. Seld voru bréf í félaginu fyrir 14,3 milljarða króna á genginu 7,95 til 9,20 krónur á hlut. Í verðmati á VÍS sem Greining Íslandsbanka gaf nýverið út í tilefni af útboðinu voru bréf félagsins metin á 7,05 krónur á hlut. Hæsta sölugengi í útboðinu er því þrjátíu prósentum yfir verðmatsgenginu og meðalgengið fimmtungi yfir verðmati Greiningar Íslandsbanka. Sigrún Ragna segir mikinn áhuga almennra fjárfesta á VÍS ánægjulegan og fagnar því að fá með þessu inn í félagið tæplega 5.000 nýja hluthafa. Með því hafi líka verið rutt úr vegi fyrirvörum sem Kauphöllin hafi sett um fjölda hluthafa í félaginu. „Þetta er mjög góð dreifing og heppilegt, ekki síst fyrir tryggingafélög sem eru með mjög dreifðan hóp viðskiptavina, að eignarhaldið sé dreift. Það fer mjög vel saman,“ segir hún. Þá segir Sigrún Ragna ljóst að VÍS sé eitt form af félögum sem mjög heppilegt sé að hafa með öðrum skráðum félögum. „Þar eru mismunandi tegundir af félögum og við höfum kynnt þetta félag sem sterkan kost í að vera arðgreiðslufélag.“
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira