Ráðherrar VG tilnefndu 5 af 6 í nýrri stjórn rammaáætlunar 18. apríl 2013 13:30 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað nýja verkefnisstjórn rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða. Fimm fulltrúar af sex eru samkvæmt tilnefningum ráðherra Vinstri grænna, en sjötti fulltrúinn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það sama gildir um jafnmarga varamenn. Við meðferð rammáætlunar á Alþingi í vetur voru stjórnarflokkarnir gagnrýndir fyrir að víkja frá faglegri niðurstöðu og lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks til að rammáætlun yrði aftur vísað til verkefnisstjórnar og henni falið að flokka virkjunarkosti á ný. Svandís Svavarsdóttir hefur nú skipað Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðing sem formann nýrrar verkefnisstjórnar en einnig Þóru Ellen Þórhallsdóttur prófessor í stjórnina án tilnefningar. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra tilnefndi Helgu Barðadóttur sérfræðing og Ólaf Örn Haraldsson þjóðgarðsvörð og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra tilnefndi Ragnheiði Helgu Þórarinsdóttur sérfræðing. Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga var Elín R. Líndal sveitarstjórnarfulltrúi tilnefnd. Varamenn eru Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skipulagsfræðingur, Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, Sigrún Helgadóttir líffræðingur, Eiríkur Þorláksson sérfræðingur og Guðjón Bragason sviðsstjóri. Starfsmaður verkefnisstjórnarinnar er Herdís Helga Schopka, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Í fyrri verkefnisstjórn voru tólf fulltrúar, og áttu meðal annars náttúruverndarsamtök og Samorka hvor sinn fulltrúa, en með lagabreytingu fyrir tveimur árum var fulltrúum fækkað niður í sex. Verkefnisstjórnin er skipuð til næstu fjögurra ára og er henni ætlað að vinna drög að rökstuddum tillögum til ráðherra um flokkun virkjunarhugmynda og afmörkun virkjunar- og verndarsvæða. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað nýja verkefnisstjórn rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða. Fimm fulltrúar af sex eru samkvæmt tilnefningum ráðherra Vinstri grænna, en sjötti fulltrúinn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það sama gildir um jafnmarga varamenn. Við meðferð rammáætlunar á Alþingi í vetur voru stjórnarflokkarnir gagnrýndir fyrir að víkja frá faglegri niðurstöðu og lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks til að rammáætlun yrði aftur vísað til verkefnisstjórnar og henni falið að flokka virkjunarkosti á ný. Svandís Svavarsdóttir hefur nú skipað Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðing sem formann nýrrar verkefnisstjórnar en einnig Þóru Ellen Þórhallsdóttur prófessor í stjórnina án tilnefningar. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra tilnefndi Helgu Barðadóttur sérfræðing og Ólaf Örn Haraldsson þjóðgarðsvörð og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra tilnefndi Ragnheiði Helgu Þórarinsdóttur sérfræðing. Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga var Elín R. Líndal sveitarstjórnarfulltrúi tilnefnd. Varamenn eru Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skipulagsfræðingur, Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, Sigrún Helgadóttir líffræðingur, Eiríkur Þorláksson sérfræðingur og Guðjón Bragason sviðsstjóri. Starfsmaður verkefnisstjórnarinnar er Herdís Helga Schopka, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Í fyrri verkefnisstjórn voru tólf fulltrúar, og áttu meðal annars náttúruverndarsamtök og Samorka hvor sinn fulltrúa, en með lagabreytingu fyrir tveimur árum var fulltrúum fækkað niður í sex. Verkefnisstjórnin er skipuð til næstu fjögurra ára og er henni ætlað að vinna drög að rökstuddum tillögum til ráðherra um flokkun virkjunarhugmynda og afmörkun virkjunar- og verndarsvæða.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Sjá meira