Innlent

Einn úr Devils Choice gisti í fangageymslu í nótt

Einn meðlimur úr norska vélhjólagenginu Devils Choice gisti fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum í nótt og verður sendur aftur út í dag, en hann var handtekinn í Leifsstöð við komuna til landsins í gær.

Þar með hefur níu félögum úr gegninu verið vísað úr landi í vikunni, en þeir voru að koma hingað til að taka þátt í hjátíðarhöldum systurklúbbsins hér á landi, sem verður á morgun.

Nokkrir félagar mannsins, sem var handtekinn í gær, fengu að fara inn í landið. Lögregla býst allt eins við að fleiri muni koma til landsins í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×