Innlent

Vilja rannsaka fækkun kvenna

Brjánn Jónasson skrifar
Konum hefur fækkað hlutfallslega meira en körlum á Vestur-Norðurlöndum.
Konum hefur fækkað hlutfallslega meira en körlum á Vestur-Norðurlöndum. Fréttablaðið/Pjetur
Lagt er til að samstarf Íslands við Grænland og Færeyjar verði aukið í tillögum sem Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins hefur lagt fyrir Alþingi.

Í tillögum til þingsályktunar er til dæmis lagt til að Alþingi skori á ríkisstjórnina að efna til samstarfs við þessar nágrannaþjóðir um gerð samantektar yfir kannanir og rannsóknir um orsakir þess að konum fækki hlutfallslega meira en karla meðal íbúa Vestur-Norðurlanda.

Þá er lagt til að ríkisstjórnin semji um aukið samstarf á sviði heilbrigðisþjónustu, lestrarkennslu og námskeiða fyrir rithöfunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×