Mikil vinna hefur slæm áhrif Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 11. október 2013 08:30 Þátttaka íslenskra ungmenna á vinnumarkaði er mikil. Umboðsmaður barna segir að fólk megi ekki gleyma því að nám sé vinna og mörg ungmenni vinni tvöfaldan vinnudag. Fréttablaðið/GVA „Það er greinileg fylgni á milli slaks árangurs í námi og þess að nemendur séu á vinnumarkaði. Vinnan leiðir svo oft til þess að krakkarnir hætta í skóla,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Samkvæmt niðurstöðum samnorrænnar rannsóknar sem birtist í Arbetsliv i Norden vinna íslensk ungmenni á aldrinum 15 til 19 ára mest allra ungmenna á Norðurlöndunum. Rúmlega helmingur þeirra er í vinnu en til samanburðar má nefna að rúmlega 40 prósent danskra unglinga eru á vinnumarkaði. Aðalheiður segir að það séu tvær ástæður fyrir því að börn og ungmenni vinna svo mikið hér á landi. „Það er dýrt að vera í framhaldsskóla á Íslandi. Nemendur þurfa að greiða fyrir námsgögn og fleira sem tengist skólagöngunni. Sum heimili eru svo illa sett fjárhagslega að þau hafa ekki efni á að greiða þennan kostnað fyrir börnin svo þau verða að vinna. Hinn hópurinn er að vinna til að fjármagna ýmiss konar neyslu, svo sem fatnað, dýra síma og svo framvegis.“ Aðalheiður segir að á hinum Norðurlöndunum fái unglingar styrki til að stunda framhaldsskólanám og kennarar hér á landi hafi lengi talað fyrir því að slíkt kerfi yrði tekið upp hér á landi. Samkvæmt könnuninni eru það einkum hlutastörf sem ungmennin sinna. Þetta eru láglaunastörf þar sem ekki er krafist skilgreindrar kunnáttu eða þekkingar. Vinnutíminn er oft og tíðum óreglulegur. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir að hvergi í Evrópu sé meira brottfall úr framhaldsskólum en á Íslandi. Mikil vinna geti átt þátt í því. Hún segir að margir gleymi því að nám sé vinna og því megi segja að mörg ungmenni vinni tvöfaldan vinnudag. Umboðsmaður bendir jafnframt á að ýmis lög og reglugerðir hafi verið sett til að takmarka vinnutíma ungmenna. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
„Það er greinileg fylgni á milli slaks árangurs í námi og þess að nemendur séu á vinnumarkaði. Vinnan leiðir svo oft til þess að krakkarnir hætta í skóla,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Samkvæmt niðurstöðum samnorrænnar rannsóknar sem birtist í Arbetsliv i Norden vinna íslensk ungmenni á aldrinum 15 til 19 ára mest allra ungmenna á Norðurlöndunum. Rúmlega helmingur þeirra er í vinnu en til samanburðar má nefna að rúmlega 40 prósent danskra unglinga eru á vinnumarkaði. Aðalheiður segir að það séu tvær ástæður fyrir því að börn og ungmenni vinna svo mikið hér á landi. „Það er dýrt að vera í framhaldsskóla á Íslandi. Nemendur þurfa að greiða fyrir námsgögn og fleira sem tengist skólagöngunni. Sum heimili eru svo illa sett fjárhagslega að þau hafa ekki efni á að greiða þennan kostnað fyrir börnin svo þau verða að vinna. Hinn hópurinn er að vinna til að fjármagna ýmiss konar neyslu, svo sem fatnað, dýra síma og svo framvegis.“ Aðalheiður segir að á hinum Norðurlöndunum fái unglingar styrki til að stunda framhaldsskólanám og kennarar hér á landi hafi lengi talað fyrir því að slíkt kerfi yrði tekið upp hér á landi. Samkvæmt könnuninni eru það einkum hlutastörf sem ungmennin sinna. Þetta eru láglaunastörf þar sem ekki er krafist skilgreindrar kunnáttu eða þekkingar. Vinnutíminn er oft og tíðum óreglulegur. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir að hvergi í Evrópu sé meira brottfall úr framhaldsskólum en á Íslandi. Mikil vinna geti átt þátt í því. Hún segir að margir gleymi því að nám sé vinna og því megi segja að mörg ungmenni vinni tvöfaldan vinnudag. Umboðsmaður bendir jafnframt á að ýmis lög og reglugerðir hafi verið sett til að takmarka vinnutíma ungmenna.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira