Innlent

„Einstök náttúrufegurð gerði starfið ánægjulegt“

Samúel Karl Ólason skrifar
Eins og fram hefur komið í dag opnaði Google Maps fyrir myndir af Íslandi í Street View hluta síðunnar fyrr í dag. Myndir voru teknar með götum og ýmissum staðsetningum á landinu.

Í gegnum Street View er hægt að skoða 360 gráðu ljósmyndir af vegum og nú er það aðgengilegt í yfir 50 löndum víða um heim og einnig í forritinu Google Earth.

Gareth Evans upplýsingarfulltrúi Google segir að það hafi tekið nokkrar vikur að keyra um landið og að þó ekki séu til nákvæmar tölur um fjölda mynda sem teknar voru, séu þúsundir mynda aðgengilegar á Google maps. „Nú er Street View í fleiri en 50 löndum, en Ísland er ekki síðasta landið sem mun taka inn í kerfið. Það eru fjölmörg lönd í Evrópu og víðsvegur um heiminn sem við viljum ná seinna meir.“

Hann segir einnig að Íslendinga hafa komið vel fram við starfsmenn fyrirtækisins. „Við lentum í engum vandræðum á Íslandi. Heimamenn voru mjög vinalegir við ökumenn okkar og virtust forvitnir og spenntir fyrir þeim hlunnindum sem Street View myndi færa Íslandi. Einstaklega fallegt landslag gerði vinnuna mjög jákvæða fyrir ökumennina.“

Google hefur lagt mikið í að tryggja friðhelgi fólks og notast er við tækni sem þróuð var af fyrirtækinu sem sjálkrafa gera andlit og bílnúmer óskýr. Ef einhver verður þó var við mynd sem þeim finnst ekki í lagi að hafa er hægt að klikka á takkann: Report a problem eða Tilkynna vandamál.

Þegar er byrjað að finna skondnar myndir frá Street View á Íslandi sem hægt er að sjá hér.



Tók Google mynd af þér. Sendu á ristjorn@visir.is eða settu link hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×