Innlent

Ólöglegt aukagjald hjá Háskóla Íslands

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis. Mynd/GVA og ANTON
Háskóli Íslands brýtur lög með því að leggja 15% álag ofan á skrásetningagjald við skólann sem greitt var einum degi eftir eindaga. Þetta er mat Umboðsmanns Alþingis sem tók málið upp eftir að nemandi leitaði til hans.

Umboðsmaður telur að Háskóli Íslands hafi ekki sýnt fram á að 15% álag sem bætt var á skrásetningargjald nemandans hafi verið í samræmi við lög um opinbera háskóla.

Umboðsmaður Alþingis beinir þeim tilmælum til Háskóla Íslands að hann leitist við að rétta hlut nemandans og hagi meðferð sambærilegra mála framvegis í samræmi við niðurstöðu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×