Innlent

Opna tölvuleikjaheim í Smáralind

Samúel Karl Ólason skrifar
Starfsmenn og iðnaðarmenn vinna nú hörðum höndum að uppsetningu tölvuleikjaheimsins.
Starfsmenn og iðnaðarmenn vinna nú hörðum höndum að uppsetningu tölvuleikjaheimsins.
Gamestöðin og Skífan munu á morgun opna risastóran tölvuleikjaheim í Smáralindinni í nýrri verslun. Í fréttatilkynningu segir að settir verði upp sjö stórir skjáir þar sem tölvuleikjaunnendur geta prófað leiki við bestu aðstæður.

Tölvuleikjaheimurinn er settur upp í samstarfi við Coke Zero og er hann sá eini sinnar tegundar á Íslandi og sannkölluð himnasending fyrir þá sem vilja prófa áður en þeir kaupa, eins og segir í tilkynningunni.

„Nýja verslun Skífunnar og Gamestöðvarinnar í Smáralind verður með sama sniði og verslunin í Kringlunni. Skífan og Gamestöðin sameinuðust 1. mars og er nýja verslunin eðlilegt næsta skref eftir vel heppnaða sameiningu,“ er haft eftir Ágústi Guðbjartssyni, framkvæmdastjóra Skífunar og Gamestöðvarinnar í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×