Innlent

Veðrið „eins og í útlöndum“

Samúel Karl Ólason skrifar
Þessa mynd tók Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir í sundlauginni á Eskifirði í gær.
Þessa mynd tók Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir í sundlauginni á Eskifirði í gær.
Undanfarna daga hefur verið óvenju hlýtt á Austurlandi miðað við hve liðið er á haustið. Sagt er frá því á vef Austurfréttar að ríflega 20 stiga hiti hafi mælst á Kollaeiru í Reyðarfirði upp úr hádegi í morgun.

Á Eskifirði var óvenjuhlýtt veður í gær og samkvæmt starfsmanni sundlaugarinnar var það eins og í útlöndum að finna hlýja goluna. Hitinn í sundlauginn fór upp í 17 gráður. Margir íbúar Austurlands hafa dregið fram grillin og gert vel við sig í góða veðrinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×