Nýjum metanbílum fækkar um helming Haraldur Guðmundsson skrifar 27. september 2013 07:00 Olís opnaði nýverið metanafgreiðslu í Mjódd og N1 á Bíldshöfða hefur lengi verið með metandælur. Fréttablaðið/GVA Nýskráningar metanbíla drógust saman um 58 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tíma árið 2012. Bifreiðum sem var breytt í metanbíla fækkaði einnig um 76 prósent milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá Samgöngustofu. Stefán Ásgrímsson, ritstjóri hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, segir ástæðuna mega að miklu leyti rekja til breytinga á vörugjöldum bifreiða. Árið 2011 var gjöldum breytt þannig að þau miðuðu ekki lengur við stærð bílvéla heldur mengun í útblæstri. „Áður voru metanbílar án vörugjalda vegna þess að gjaldið fór eftir stærð vélarinnar og þessir bílar voru undir settu viðmiði þess tíma. Með breytingunum hefur það gerst að nú er um fleiri ökutæki að ræða sem eru undir nýja mengunarviðmiðinu, og því hafa metanbílar fengið aukna samkeppni,“ segir Stefán. Hann segir einnig að rafbílar sem kosta undir sex milljónum beri ekki vörugjöld og ekki þurfi að greiða af þeim virðisaukaskatt.Sala á metangasi hefur fram að þessu fylgt þeirri miklu aukningu sem varð á fjölda metanbíla fram til 2012. Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, sem er eini framleiðandi metangass í landinu, segir að sala hafi fjórfaldast milli áranna 2010 og 2012. Það sem af er ári hefur salan nokkurn veginn staðið í stað. „Þarna gæti verið komin skýring á því af hverju salan virðist hafa náð ákveðnu jafnvægi. Þessi þróun, að vörugjöldin verði til þess að eftirspurn minnki, er ekki góð því við getum framleitt meira af metani en okkar metanbílafloti þarf,“ segir Björn. Hann segir einnig einkennilegt að miðað sé við útblástur bifreiða þegar komi að útreikningi vörugjalda. „Metanið sem við vinnum er unnið úr lífrænum úrgangi á urðunarstað og á sér allt annan uppruna en jarðefnaeldsneyti og eykur þess vegna ekki magn koltvísýrings í andrúmslofti,“ segir Björn. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Nýskráningar metanbíla drógust saman um 58 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tíma árið 2012. Bifreiðum sem var breytt í metanbíla fækkaði einnig um 76 prósent milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá Samgöngustofu. Stefán Ásgrímsson, ritstjóri hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, segir ástæðuna mega að miklu leyti rekja til breytinga á vörugjöldum bifreiða. Árið 2011 var gjöldum breytt þannig að þau miðuðu ekki lengur við stærð bílvéla heldur mengun í útblæstri. „Áður voru metanbílar án vörugjalda vegna þess að gjaldið fór eftir stærð vélarinnar og þessir bílar voru undir settu viðmiði þess tíma. Með breytingunum hefur það gerst að nú er um fleiri ökutæki að ræða sem eru undir nýja mengunarviðmiðinu, og því hafa metanbílar fengið aukna samkeppni,“ segir Stefán. Hann segir einnig að rafbílar sem kosta undir sex milljónum beri ekki vörugjöld og ekki þurfi að greiða af þeim virðisaukaskatt.Sala á metangasi hefur fram að þessu fylgt þeirri miklu aukningu sem varð á fjölda metanbíla fram til 2012. Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, sem er eini framleiðandi metangass í landinu, segir að sala hafi fjórfaldast milli áranna 2010 og 2012. Það sem af er ári hefur salan nokkurn veginn staðið í stað. „Þarna gæti verið komin skýring á því af hverju salan virðist hafa náð ákveðnu jafnvægi. Þessi þróun, að vörugjöldin verði til þess að eftirspurn minnki, er ekki góð því við getum framleitt meira af metani en okkar metanbílafloti þarf,“ segir Björn. Hann segir einnig einkennilegt að miðað sé við útblástur bifreiða þegar komi að útreikningi vörugjalda. „Metanið sem við vinnum er unnið úr lífrænum úrgangi á urðunarstað og á sér allt annan uppruna en jarðefnaeldsneyti og eykur þess vegna ekki magn koltvísýrings í andrúmslofti,“ segir Björn.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira