Lífið

Jólafílingur á Kex Hostel

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Megas er á meðal þeirra sem koma fram á Kexi Hosteli í desember.
Megas er á meðal þeirra sem koma fram á Kexi Hosteli í desember. fréttablaðið/stefán
Kex Hostel er komið í sparifötin og undirbýr gesti sína undir sérlega skemmtileg og hátíðleg jól, með menningu af ýmsum toga og dýrindis kræsingum á árlegri KEXMas-dagskrá sinni. Matseðill Sæmundar í sparifötunum er með jólalegra sniði, auk þess sem blásið verður til skötuveislu á heilögum Þorláki.

Menningardagskrá desembermánaðar á Kex Hosteli er hlaðin góðgæti af ýmsum toga. Á hverjum fimmtudegi er boðið upp á framúrstefnulega tónleika með nýrri íslenskri músík en hljómsveitirnar Ghostigital, Tilbury og Berndsen munu leika lög af nýjum breiðskífum sínum.

Vikulegur KEXJazz verður á sínum stað á þriðjudögum en með jólalegra sniði. Að auki mun Drengjakór Reykjavíkur koma í heimsókn sunnudaginn 8. desember.

Rúsínan í pylsuendanum er stórtónleikar Megasar og Sauðrekanna föstudaginn 13. desember en þá mun Megas njóta fulltingis Ágústu Evu Erlendsdóttur við flutning Jésurímna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.