Innlent

Tveir skornir í andliti eftir líkamsárásir

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Tvær líkamsárásir voru í miðbæ Reykjavíkur í nótt og voru tveir menn fluttir á slysadeild.

Fyrri árásin átti sér stað í Bankastræti rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þá hafði maður slegið annan með flösku og skarst sá sem fyrir árásinni varð talsvert í andlitinu. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.

Seinni líkamsárásin varð á fjórða tímanum þegar maður var sleginn með glasi á skemmtistað í Austurstræti. Skarst hann illa í andliti og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Enginn hefur verið handtekinn vegna þessa og frekari upplýsingar liggja ekki fyrir hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×