Tíu þúsund hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni Valur Grettisson skrifar 12. október 2013 07:00 Miklar úrsagnir hafa verið úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur árum. Ríflega tíu þúsund manns hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur árum samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Flestir skráðu sig úr kirkjunni árið 2010 þegar rúmlega þrjú þúsund sögðu sig úr kirkjunni á tveggja mánaða tímabili. Það sem af er ári nú hafa tæplega ellefu hundruð manns skráð sig úr þjóðkirkjunni. „Biskupinn er í vanda staddur því hann vill höfða til frjálslyndra og berjast fyrir mannréttindum en að sama skapi ekki styggja þá sem eru íhaldssamari,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt.Sigurður Hólm GunnarssonHann segir þau hjá Siðmennt, sem er óháð lífsskoðunarfélag, hafa tekið eftir mikilli óánægju í samfélaginu vegna afstöðu kirkjunnar til ýmissa mannréttindamála. „Í raun eiga kirkjunnar menn í vanda vegna þess að þeir geta ekki tekið skýra afstöðu í málum þar sem þeir reyna að höfða til sem flestra,“ segir Sigurður Hólm. Aðspurður segir hann strauminn ekki stefna til Siðmenntar en nýskráningar í lífsskoðunarfélög síðustu þrjár vikurnar eru rúmlega 300. Hann segir þó félagið finna fyrir auknum áhuga. Þau tímamót verða hjá félaginu um jólin að það fer að fá hluta af sóknargjöldum ríkisins. Kristín Þórunn TómasdóttirSéra Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Garðabæ, segir úrsagnirnar umhugsunarverðar. „Á árunum 2010-2013 er kannski ýmislegt sem hefur orðið til þess að fólk hættir að samsvara sig með kirkjunni þótt það hætti ekki að tengja við boðskapinn og þá vill það koma á framfæri ákveðnum skilaboðum eða mótmælum og sér enga aðra leið til þess en að segja sig úr kirkjunni,“ segir Kristín Þórunn. Þjóðkirkjan hefur farið í gegnum mjög erfiða umræðu um kynferðisofbeldi og nú nýlega umræðu um afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar og Hátíð vonar. „Á þessum tíma hefur líka orðið mjög jákvæð þróun í yfirstjórn kirkjunnar. Við höfum nýjan ferskan biskup sem hefur til dæmis ítrekað stuðning þjóðkirkjunnar við ólíkar fjölskyldugerðir og hjúskap samkynhneigðra,“ segir Kristín. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur orðið raunfækkun í kirkjunni um 6.303 einstaklinga. Alls eru 245 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna í ár. Árið 2010 voru 251 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna. Einstaklingum utan trúfélaga hefur fjölgað um rúmlega sex þúsund. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Ríflega tíu þúsund manns hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur árum samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Flestir skráðu sig úr kirkjunni árið 2010 þegar rúmlega þrjú þúsund sögðu sig úr kirkjunni á tveggja mánaða tímabili. Það sem af er ári nú hafa tæplega ellefu hundruð manns skráð sig úr þjóðkirkjunni. „Biskupinn er í vanda staddur því hann vill höfða til frjálslyndra og berjast fyrir mannréttindum en að sama skapi ekki styggja þá sem eru íhaldssamari,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt.Sigurður Hólm GunnarssonHann segir þau hjá Siðmennt, sem er óháð lífsskoðunarfélag, hafa tekið eftir mikilli óánægju í samfélaginu vegna afstöðu kirkjunnar til ýmissa mannréttindamála. „Í raun eiga kirkjunnar menn í vanda vegna þess að þeir geta ekki tekið skýra afstöðu í málum þar sem þeir reyna að höfða til sem flestra,“ segir Sigurður Hólm. Aðspurður segir hann strauminn ekki stefna til Siðmenntar en nýskráningar í lífsskoðunarfélög síðustu þrjár vikurnar eru rúmlega 300. Hann segir þó félagið finna fyrir auknum áhuga. Þau tímamót verða hjá félaginu um jólin að það fer að fá hluta af sóknargjöldum ríkisins. Kristín Þórunn TómasdóttirSéra Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Garðabæ, segir úrsagnirnar umhugsunarverðar. „Á árunum 2010-2013 er kannski ýmislegt sem hefur orðið til þess að fólk hættir að samsvara sig með kirkjunni þótt það hætti ekki að tengja við boðskapinn og þá vill það koma á framfæri ákveðnum skilaboðum eða mótmælum og sér enga aðra leið til þess en að segja sig úr kirkjunni,“ segir Kristín Þórunn. Þjóðkirkjan hefur farið í gegnum mjög erfiða umræðu um kynferðisofbeldi og nú nýlega umræðu um afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar og Hátíð vonar. „Á þessum tíma hefur líka orðið mjög jákvæð þróun í yfirstjórn kirkjunnar. Við höfum nýjan ferskan biskup sem hefur til dæmis ítrekað stuðning þjóðkirkjunnar við ólíkar fjölskyldugerðir og hjúskap samkynhneigðra,“ segir Kristín. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur orðið raunfækkun í kirkjunni um 6.303 einstaklinga. Alls eru 245 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna í ár. Árið 2010 voru 251 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna. Einstaklingum utan trúfélaga hefur fjölgað um rúmlega sex þúsund.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira