Tíu þúsund hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni Valur Grettisson skrifar 12. október 2013 07:00 Miklar úrsagnir hafa verið úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur árum. Ríflega tíu þúsund manns hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur árum samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Flestir skráðu sig úr kirkjunni árið 2010 þegar rúmlega þrjú þúsund sögðu sig úr kirkjunni á tveggja mánaða tímabili. Það sem af er ári nú hafa tæplega ellefu hundruð manns skráð sig úr þjóðkirkjunni. „Biskupinn er í vanda staddur því hann vill höfða til frjálslyndra og berjast fyrir mannréttindum en að sama skapi ekki styggja þá sem eru íhaldssamari,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt.Sigurður Hólm GunnarssonHann segir þau hjá Siðmennt, sem er óháð lífsskoðunarfélag, hafa tekið eftir mikilli óánægju í samfélaginu vegna afstöðu kirkjunnar til ýmissa mannréttindamála. „Í raun eiga kirkjunnar menn í vanda vegna þess að þeir geta ekki tekið skýra afstöðu í málum þar sem þeir reyna að höfða til sem flestra,“ segir Sigurður Hólm. Aðspurður segir hann strauminn ekki stefna til Siðmenntar en nýskráningar í lífsskoðunarfélög síðustu þrjár vikurnar eru rúmlega 300. Hann segir þó félagið finna fyrir auknum áhuga. Þau tímamót verða hjá félaginu um jólin að það fer að fá hluta af sóknargjöldum ríkisins. Kristín Þórunn TómasdóttirSéra Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Garðabæ, segir úrsagnirnar umhugsunarverðar. „Á árunum 2010-2013 er kannski ýmislegt sem hefur orðið til þess að fólk hættir að samsvara sig með kirkjunni þótt það hætti ekki að tengja við boðskapinn og þá vill það koma á framfæri ákveðnum skilaboðum eða mótmælum og sér enga aðra leið til þess en að segja sig úr kirkjunni,“ segir Kristín Þórunn. Þjóðkirkjan hefur farið í gegnum mjög erfiða umræðu um kynferðisofbeldi og nú nýlega umræðu um afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar og Hátíð vonar. „Á þessum tíma hefur líka orðið mjög jákvæð þróun í yfirstjórn kirkjunnar. Við höfum nýjan ferskan biskup sem hefur til dæmis ítrekað stuðning þjóðkirkjunnar við ólíkar fjölskyldugerðir og hjúskap samkynhneigðra,“ segir Kristín. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur orðið raunfækkun í kirkjunni um 6.303 einstaklinga. Alls eru 245 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna í ár. Árið 2010 voru 251 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna. Einstaklingum utan trúfélaga hefur fjölgað um rúmlega sex þúsund. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Ríflega tíu þúsund manns hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur árum samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Flestir skráðu sig úr kirkjunni árið 2010 þegar rúmlega þrjú þúsund sögðu sig úr kirkjunni á tveggja mánaða tímabili. Það sem af er ári nú hafa tæplega ellefu hundruð manns skráð sig úr þjóðkirkjunni. „Biskupinn er í vanda staddur því hann vill höfða til frjálslyndra og berjast fyrir mannréttindum en að sama skapi ekki styggja þá sem eru íhaldssamari,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt.Sigurður Hólm GunnarssonHann segir þau hjá Siðmennt, sem er óháð lífsskoðunarfélag, hafa tekið eftir mikilli óánægju í samfélaginu vegna afstöðu kirkjunnar til ýmissa mannréttindamála. „Í raun eiga kirkjunnar menn í vanda vegna þess að þeir geta ekki tekið skýra afstöðu í málum þar sem þeir reyna að höfða til sem flestra,“ segir Sigurður Hólm. Aðspurður segir hann strauminn ekki stefna til Siðmenntar en nýskráningar í lífsskoðunarfélög síðustu þrjár vikurnar eru rúmlega 300. Hann segir þó félagið finna fyrir auknum áhuga. Þau tímamót verða hjá félaginu um jólin að það fer að fá hluta af sóknargjöldum ríkisins. Kristín Þórunn TómasdóttirSéra Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Garðabæ, segir úrsagnirnar umhugsunarverðar. „Á árunum 2010-2013 er kannski ýmislegt sem hefur orðið til þess að fólk hættir að samsvara sig með kirkjunni þótt það hætti ekki að tengja við boðskapinn og þá vill það koma á framfæri ákveðnum skilaboðum eða mótmælum og sér enga aðra leið til þess en að segja sig úr kirkjunni,“ segir Kristín Þórunn. Þjóðkirkjan hefur farið í gegnum mjög erfiða umræðu um kynferðisofbeldi og nú nýlega umræðu um afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar og Hátíð vonar. „Á þessum tíma hefur líka orðið mjög jákvæð þróun í yfirstjórn kirkjunnar. Við höfum nýjan ferskan biskup sem hefur til dæmis ítrekað stuðning þjóðkirkjunnar við ólíkar fjölskyldugerðir og hjúskap samkynhneigðra,“ segir Kristín. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur orðið raunfækkun í kirkjunni um 6.303 einstaklinga. Alls eru 245 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna í ár. Árið 2010 voru 251 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna. Einstaklingum utan trúfélaga hefur fjölgað um rúmlega sex þúsund.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira