Innlent

Malala gagnrýnir Obama

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Malala fundaði með Obama í Hvíta húsinu í gær.
Malala fundaði með Obama í Hvíta húsinu í gær. Mynd/AFP
Hin 16 ára gamla Malala Júsafsaí hitti Barack Obama forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í gær. Hún gagnrýndi árásir Bandaríkjamanna á Pakistan en Bandaríkjamenn hafa notað ómannaðar flugvélar, eða dróna, í árásum sínum.

Malala komst í heimsfréttirnar þegar talibanar gerðu tilraun til þess að ráða hana af dögum í október í fyrra. Fyrir helgi var hún sterklega orðuð við friðarverðlaun Nóbels, verðlaun sem Obama hlaut árið 2009, en að þessu sinni féllu verðlaunin í skaut Efnavopnastofnuninni, OPCW.

Malala þakkaði Obama forseta fyrir stuðning hans við menntun fólks í Afganistan og Pakistan. Baráttukonan unga kynnir nú ævisögu sína, I am Malala, sem kom út á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×