Samstaða, flokkur lýðræðis og velferðar, samþykkti á landsfundi sínum í gær að bjóða ekki fram í komandi alþingiskosningum heldur einbeita sér að því að hafa mótandi áhrif á stjórnmálaumræðuna segir í tilkynningu frá flokknum.
Þannig ætlar flokkurinn að beita sér fyrir lausnarmiðaðri umræðu á opinberum vettvangi um brýn mál svo sem skuldavanda heimilanna og afnám gjaldeyrishafta.
Lilja Mósesdóttir var kjörinn formaður flokksins á fundinum með atkvæðum allra sem voru viðstaddir.

