Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - ÍBV 24-27 | ÍBV fór upp Elvar Geir Magnússon í Mýrinni skrifar 18. mars 2013 20:45 Mynd/Stefán Eyjamenn tryggðu sér sigur í 1. deild karla í handbolta og sæti í N1 deild karla á næsta tímabili með öruggum þriggja marka sigri á Stjörnunni, 27-24, í Mýrinni í kvöld. Nemanja Malovic skoraði sex mörk í sínum síðasta leik með ÍBV á tímabilinu. ÍBV hefur sex stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins ein umferð er eftir. Stjarnan er í baráttunni við Víking um annað sætið sem gefur sæti í umspilsleikjum á móti næstneðsta liði N1 deildar karla. ÍBV gaf tóninn strax í upphafi leiks, komst í 3-0 og 6-1 og náði mest sjö marka forskot í fyrri hálfleiknum. Liðið spilaði frábæran vörn á þessum tímapunkti. Gunnar Berg Viktorsson tók leikhlé og óskaði eftir því að sitt lið sýndi meiri karakter. Það vantaði þó ekki karakterinn hjá Eyjapeyjum. ÍBV var 12-7 yfir í hálfleik. Eyjamenn voru sjö mörkum yfir (21-14) þegar aðeins ellefu mínútur voru eftir en Stjörnumönnum tókst að minnka muninn í tvö mörk á lokamínútunum og óvænt spenna kom í leikinn. Nemanja Malovic skoraði sex mörk í sínum síðasta leik og varð næstmarkahæsti leikmaður liðsins á eftir Theodóri Sigurbjörnssyni (átta mörk) en Eyjamenn þurfa að senda hann heim á morgun því hann hefur ekki atvinnuleyfi hér á landi. Stjarnan mun mæta Víkingi í umspilinu og aðeins á eftir að útkljá hvort liðið fær heimaleikjaréttinn. Vísir óskar Eyjamönnum til hamingju með sæti í efstu deild eftir fimm ára fjarveru.Theodór: Fjölmiðlaumfjöllunin þjappaði okkur saman Theodór Sigurbjörnsson átti mjög góðan leik og var Stjörnumönnum erfiður í kvöld. "Þetta var kaflaskipt, við byrjuðum þetta vel en svo komust þeir inn í þetta. Þetta var hörkuleikur og þannig á þetta að vera. Við vorum komnir með góða forystu en urðum kærulausir, fórum að fá tvær mínútur og kasta boltanum frá," sagði Theodór eftir leik. Var umræðan um Nemanja Malovic og hans mál ekkert að trufla liðið? "Alls ekki. Þetta þéttir okkur bara vel saman eins og sást á leiknum, við rúlluðum yfir þá. Nemanja er snillingur, flottur strákur og topp karakter. Það er sorglegt að missa hann. Það er klárlega markmiðið að fá hann aftur til landsins, það er gaman að spila við hliða hans." Þessu verður væntanlega fagnað? "Við eigum leik á föstudaginn og klárum hann með sóma. Svo fögnum við þessu í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Þetta tímabil hefur verið alveg geðveikt." Arnar Pétursson: Förum í bíó eða eitthvað"Tilfinningin er ofboðslega góð," sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, eftir 27-24 sigur liðsins gegn ÍBV í Mýrinni. "Við byrjuðum þennan leik frábærlega varnarlega en þessi leikur spilaðist eins og við vildum að hann myndi spilast. Við fórum reyndar óþarflega mikið í að reyna að verja forskotið en varnarleikurinn í fyrri hálfleik var glimrandi góður." Hvernig er þessi hópur tilbúinn undir það að taka næsta skref og spila í deild þeirra bestu? "Hann er alveg klár í það en þá þurfa menn að vera duglegir og halda áfram að bæta sig. Þessir strákar eiga helling inni og geta orðið enn betri," sagði Arnar Pétursson Nú er mánudagur, hvernig verður þessu fagnað? "Það er mánudagur og við fastir í Reykjavíkur. Við finnum okkur eitthvað að dunda, förum í bíó eða eitthvað," sagði Arnar kíminn.Gunnar Berg: Þeir áttu þetta skilið"Við komum ekki til leiks í dag og það er alls ekki nógu gott. Menn þurfa að taka sig saman í andlitinu," sagði Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Stjörnunna. "Menn byrjuðu að berjast í seinni hálfleik og höfðu trú á verkefninu þá. Menn sýndu karakter með því að gefast ekki upp og koma til baka en byrjunin gerði að verkum að við áttum alltaf á brattann að sækja." "Við náðum í lokin ekki að nýta mikilvæg færi sem skiptu máli og ákveðin karakter að breyta á réttum tíma. Eyjamenn vildu meira vinna heldur en við og voru grimmir allan tímann. Þeir áttu þetta skilið" Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Eyjamenn tryggðu sér sigur í 1. deild karla í handbolta og sæti í N1 deild karla á næsta tímabili með öruggum þriggja marka sigri á Stjörnunni, 27-24, í Mýrinni í kvöld. Nemanja Malovic skoraði sex mörk í sínum síðasta leik með ÍBV á tímabilinu. ÍBV hefur sex stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins ein umferð er eftir. Stjarnan er í baráttunni við Víking um annað sætið sem gefur sæti í umspilsleikjum á móti næstneðsta liði N1 deildar karla. ÍBV gaf tóninn strax í upphafi leiks, komst í 3-0 og 6-1 og náði mest sjö marka forskot í fyrri hálfleiknum. Liðið spilaði frábæran vörn á þessum tímapunkti. Gunnar Berg Viktorsson tók leikhlé og óskaði eftir því að sitt lið sýndi meiri karakter. Það vantaði þó ekki karakterinn hjá Eyjapeyjum. ÍBV var 12-7 yfir í hálfleik. Eyjamenn voru sjö mörkum yfir (21-14) þegar aðeins ellefu mínútur voru eftir en Stjörnumönnum tókst að minnka muninn í tvö mörk á lokamínútunum og óvænt spenna kom í leikinn. Nemanja Malovic skoraði sex mörk í sínum síðasta leik og varð næstmarkahæsti leikmaður liðsins á eftir Theodóri Sigurbjörnssyni (átta mörk) en Eyjamenn þurfa að senda hann heim á morgun því hann hefur ekki atvinnuleyfi hér á landi. Stjarnan mun mæta Víkingi í umspilinu og aðeins á eftir að útkljá hvort liðið fær heimaleikjaréttinn. Vísir óskar Eyjamönnum til hamingju með sæti í efstu deild eftir fimm ára fjarveru.Theodór: Fjölmiðlaumfjöllunin þjappaði okkur saman Theodór Sigurbjörnsson átti mjög góðan leik og var Stjörnumönnum erfiður í kvöld. "Þetta var kaflaskipt, við byrjuðum þetta vel en svo komust þeir inn í þetta. Þetta var hörkuleikur og þannig á þetta að vera. Við vorum komnir með góða forystu en urðum kærulausir, fórum að fá tvær mínútur og kasta boltanum frá," sagði Theodór eftir leik. Var umræðan um Nemanja Malovic og hans mál ekkert að trufla liðið? "Alls ekki. Þetta þéttir okkur bara vel saman eins og sást á leiknum, við rúlluðum yfir þá. Nemanja er snillingur, flottur strákur og topp karakter. Það er sorglegt að missa hann. Það er klárlega markmiðið að fá hann aftur til landsins, það er gaman að spila við hliða hans." Þessu verður væntanlega fagnað? "Við eigum leik á föstudaginn og klárum hann með sóma. Svo fögnum við þessu í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Þetta tímabil hefur verið alveg geðveikt." Arnar Pétursson: Förum í bíó eða eitthvað"Tilfinningin er ofboðslega góð," sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, eftir 27-24 sigur liðsins gegn ÍBV í Mýrinni. "Við byrjuðum þennan leik frábærlega varnarlega en þessi leikur spilaðist eins og við vildum að hann myndi spilast. Við fórum reyndar óþarflega mikið í að reyna að verja forskotið en varnarleikurinn í fyrri hálfleik var glimrandi góður." Hvernig er þessi hópur tilbúinn undir það að taka næsta skref og spila í deild þeirra bestu? "Hann er alveg klár í það en þá þurfa menn að vera duglegir og halda áfram að bæta sig. Þessir strákar eiga helling inni og geta orðið enn betri," sagði Arnar Pétursson Nú er mánudagur, hvernig verður þessu fagnað? "Það er mánudagur og við fastir í Reykjavíkur. Við finnum okkur eitthvað að dunda, förum í bíó eða eitthvað," sagði Arnar kíminn.Gunnar Berg: Þeir áttu þetta skilið"Við komum ekki til leiks í dag og það er alls ekki nógu gott. Menn þurfa að taka sig saman í andlitinu," sagði Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Stjörnunna. "Menn byrjuðu að berjast í seinni hálfleik og höfðu trú á verkefninu þá. Menn sýndu karakter með því að gefast ekki upp og koma til baka en byrjunin gerði að verkum að við áttum alltaf á brattann að sækja." "Við náðum í lokin ekki að nýta mikilvæg færi sem skiptu máli og ákveðin karakter að breyta á réttum tíma. Eyjamenn vildu meira vinna heldur en við og voru grimmir allan tímann. Þeir áttu þetta skilið"
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti