Skattlagning skulda gjaldþrota aðila Vala Valtýsdóttir skrifar 6. nóvember 2013 07:00 Nú nýverið var lagt fram fyrsta fjárlagafrumvarp núverandi ríkisstjórnar ásamt lagafrumvörpum til breytingar. Tillögur um skattalagabreytingar eru fáar fyrir utan eina breytingu er varðar álagningu svokallaðs „bankaskatts“ (lög nr. 155/2010, um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki – lagður á heildarskuldir fjármálafyrirtækja). Í fyrsta lagi hækkar skattprósentan úr 0,041% í 0,145%. Í öðru lagi verða fjármálafyrirtæki í slitameðferð (föllnu bankarnir) skattskyld og í þriðja lagi munu skattkröfur á grundvelli laganna njóta forgangs við gjaldþrotaskipti. Breytingunni er ætlað að auka tekjur ríkissjóðs um 14,3 milljarða króna en föllnu bankarnir munu bera 11,3 milljarða króna af þeirri fjárhæð. Þær fyrirætlanir, að leggja umræddan skatt á föllnu bankana, eru sérkennilegar, að minnsta kosti ef litið er til annars tveggja markmiða upphaflegu laganna, en það er að draga úr áhættusækni fjármálafyrirtækja og kerfisáhættu sem fylgir fjármálafyrirtækjum. Ekki verður séð að starfsemi föllnu bankanna sé áhættusækin. Starfsemin, ef starfsemi skyldi kalla, felst í því að fá sem mest úr eignum föllnu bankanna til að geta greitt kröfuhöfum sem mest upp í þeirra kröfur. Í öllum tilvikum hafa þessir föllnu bankar annaðhvort ekki lengur starfsleyfi eða þá takmarkað starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki. Þá er samkvæmt frumvarpinu í raun einungis um að ræða þrjá aðila sem breytingin varðar.Óhæft andlag skattlagningar Skattstofninn eru heildarskuldir í lok tekjuárs en í tilviki föllnu bankanna verður skattstofninn óljós, þar sem ekki er útséð hvernig fara beri með umdeildar kröfur á þessi fjármálafyrirtæki. Til viðbótar er þegar ljóst að eignir föllnu bankanna duga einungis fyrir hluta af heildarskuldum þeirra. Þannig verður ekki betur séð en skattandlagið sé ekki til staðar nema að hluta til. Einnig er óljóst hvort föllnu bankarnir geti í raun talist vera fjármálafyrirtæki. Í bráðabirgðaákvæði er einnig lagt til að skattkrafan njóti stöðu forgangskröfu við gjaldþrotaskipti. Þetta er einnig sérstakt þar sem í öllum öðrum tilvikum njóta skattkröfur ekki betri stöðu við gjaldþrotaskipti en almennar kröfur.Réttlæting skattsins Undanfarin misseri hefur mörgum verið tíðrætt um hvernig eigi að ná peningum af þessum vogunarsjóðum sem keypt hafa kröfur á hina föllnu banka. Þessi málflutningur hefur farið vel í almenning enda vogunarsjóðir einhverjir græðgispúkar í útlöndum og allt í lagi að skattleggja þá og „fá eitthvað út úr þeim“. Það er mitt mat að það kunni ekki góðri lukku að stýra þegar skattlagning beinist að örfáum aðilum, skattstofninn er óljós og farnar eru aðrar leiðir um forgang skattkröfu en ella. Hér má ekki heldur gleyma því að slík lagasetning gæti brotið í bága við stjórnarskrá og því rétt að fara varlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Nú nýverið var lagt fram fyrsta fjárlagafrumvarp núverandi ríkisstjórnar ásamt lagafrumvörpum til breytingar. Tillögur um skattalagabreytingar eru fáar fyrir utan eina breytingu er varðar álagningu svokallaðs „bankaskatts“ (lög nr. 155/2010, um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki – lagður á heildarskuldir fjármálafyrirtækja). Í fyrsta lagi hækkar skattprósentan úr 0,041% í 0,145%. Í öðru lagi verða fjármálafyrirtæki í slitameðferð (föllnu bankarnir) skattskyld og í þriðja lagi munu skattkröfur á grundvelli laganna njóta forgangs við gjaldþrotaskipti. Breytingunni er ætlað að auka tekjur ríkissjóðs um 14,3 milljarða króna en föllnu bankarnir munu bera 11,3 milljarða króna af þeirri fjárhæð. Þær fyrirætlanir, að leggja umræddan skatt á föllnu bankana, eru sérkennilegar, að minnsta kosti ef litið er til annars tveggja markmiða upphaflegu laganna, en það er að draga úr áhættusækni fjármálafyrirtækja og kerfisáhættu sem fylgir fjármálafyrirtækjum. Ekki verður séð að starfsemi föllnu bankanna sé áhættusækin. Starfsemin, ef starfsemi skyldi kalla, felst í því að fá sem mest úr eignum föllnu bankanna til að geta greitt kröfuhöfum sem mest upp í þeirra kröfur. Í öllum tilvikum hafa þessir föllnu bankar annaðhvort ekki lengur starfsleyfi eða þá takmarkað starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki. Þá er samkvæmt frumvarpinu í raun einungis um að ræða þrjá aðila sem breytingin varðar.Óhæft andlag skattlagningar Skattstofninn eru heildarskuldir í lok tekjuárs en í tilviki föllnu bankanna verður skattstofninn óljós, þar sem ekki er útséð hvernig fara beri með umdeildar kröfur á þessi fjármálafyrirtæki. Til viðbótar er þegar ljóst að eignir föllnu bankanna duga einungis fyrir hluta af heildarskuldum þeirra. Þannig verður ekki betur séð en skattandlagið sé ekki til staðar nema að hluta til. Einnig er óljóst hvort föllnu bankarnir geti í raun talist vera fjármálafyrirtæki. Í bráðabirgðaákvæði er einnig lagt til að skattkrafan njóti stöðu forgangskröfu við gjaldþrotaskipti. Þetta er einnig sérstakt þar sem í öllum öðrum tilvikum njóta skattkröfur ekki betri stöðu við gjaldþrotaskipti en almennar kröfur.Réttlæting skattsins Undanfarin misseri hefur mörgum verið tíðrætt um hvernig eigi að ná peningum af þessum vogunarsjóðum sem keypt hafa kröfur á hina föllnu banka. Þessi málflutningur hefur farið vel í almenning enda vogunarsjóðir einhverjir græðgispúkar í útlöndum og allt í lagi að skattleggja þá og „fá eitthvað út úr þeim“. Það er mitt mat að það kunni ekki góðri lukku að stýra þegar skattlagning beinist að örfáum aðilum, skattstofninn er óljós og farnar eru aðrar leiðir um forgang skattkröfu en ella. Hér má ekki heldur gleyma því að slík lagasetning gæti brotið í bága við stjórnarskrá og því rétt að fara varlega.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar