Skattlagning skulda gjaldþrota aðila Vala Valtýsdóttir skrifar 6. nóvember 2013 07:00 Nú nýverið var lagt fram fyrsta fjárlagafrumvarp núverandi ríkisstjórnar ásamt lagafrumvörpum til breytingar. Tillögur um skattalagabreytingar eru fáar fyrir utan eina breytingu er varðar álagningu svokallaðs „bankaskatts“ (lög nr. 155/2010, um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki – lagður á heildarskuldir fjármálafyrirtækja). Í fyrsta lagi hækkar skattprósentan úr 0,041% í 0,145%. Í öðru lagi verða fjármálafyrirtæki í slitameðferð (föllnu bankarnir) skattskyld og í þriðja lagi munu skattkröfur á grundvelli laganna njóta forgangs við gjaldþrotaskipti. Breytingunni er ætlað að auka tekjur ríkissjóðs um 14,3 milljarða króna en föllnu bankarnir munu bera 11,3 milljarða króna af þeirri fjárhæð. Þær fyrirætlanir, að leggja umræddan skatt á föllnu bankana, eru sérkennilegar, að minnsta kosti ef litið er til annars tveggja markmiða upphaflegu laganna, en það er að draga úr áhættusækni fjármálafyrirtækja og kerfisáhættu sem fylgir fjármálafyrirtækjum. Ekki verður séð að starfsemi föllnu bankanna sé áhættusækin. Starfsemin, ef starfsemi skyldi kalla, felst í því að fá sem mest úr eignum föllnu bankanna til að geta greitt kröfuhöfum sem mest upp í þeirra kröfur. Í öllum tilvikum hafa þessir föllnu bankar annaðhvort ekki lengur starfsleyfi eða þá takmarkað starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki. Þá er samkvæmt frumvarpinu í raun einungis um að ræða þrjá aðila sem breytingin varðar.Óhæft andlag skattlagningar Skattstofninn eru heildarskuldir í lok tekjuárs en í tilviki föllnu bankanna verður skattstofninn óljós, þar sem ekki er útséð hvernig fara beri með umdeildar kröfur á þessi fjármálafyrirtæki. Til viðbótar er þegar ljóst að eignir föllnu bankanna duga einungis fyrir hluta af heildarskuldum þeirra. Þannig verður ekki betur séð en skattandlagið sé ekki til staðar nema að hluta til. Einnig er óljóst hvort föllnu bankarnir geti í raun talist vera fjármálafyrirtæki. Í bráðabirgðaákvæði er einnig lagt til að skattkrafan njóti stöðu forgangskröfu við gjaldþrotaskipti. Þetta er einnig sérstakt þar sem í öllum öðrum tilvikum njóta skattkröfur ekki betri stöðu við gjaldþrotaskipti en almennar kröfur.Réttlæting skattsins Undanfarin misseri hefur mörgum verið tíðrætt um hvernig eigi að ná peningum af þessum vogunarsjóðum sem keypt hafa kröfur á hina föllnu banka. Þessi málflutningur hefur farið vel í almenning enda vogunarsjóðir einhverjir græðgispúkar í útlöndum og allt í lagi að skattleggja þá og „fá eitthvað út úr þeim“. Það er mitt mat að það kunni ekki góðri lukku að stýra þegar skattlagning beinist að örfáum aðilum, skattstofninn er óljós og farnar eru aðrar leiðir um forgang skattkröfu en ella. Hér má ekki heldur gleyma því að slík lagasetning gæti brotið í bága við stjórnarskrá og því rétt að fara varlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Nú nýverið var lagt fram fyrsta fjárlagafrumvarp núverandi ríkisstjórnar ásamt lagafrumvörpum til breytingar. Tillögur um skattalagabreytingar eru fáar fyrir utan eina breytingu er varðar álagningu svokallaðs „bankaskatts“ (lög nr. 155/2010, um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki – lagður á heildarskuldir fjármálafyrirtækja). Í fyrsta lagi hækkar skattprósentan úr 0,041% í 0,145%. Í öðru lagi verða fjármálafyrirtæki í slitameðferð (föllnu bankarnir) skattskyld og í þriðja lagi munu skattkröfur á grundvelli laganna njóta forgangs við gjaldþrotaskipti. Breytingunni er ætlað að auka tekjur ríkissjóðs um 14,3 milljarða króna en föllnu bankarnir munu bera 11,3 milljarða króna af þeirri fjárhæð. Þær fyrirætlanir, að leggja umræddan skatt á föllnu bankana, eru sérkennilegar, að minnsta kosti ef litið er til annars tveggja markmiða upphaflegu laganna, en það er að draga úr áhættusækni fjármálafyrirtækja og kerfisáhættu sem fylgir fjármálafyrirtækjum. Ekki verður séð að starfsemi föllnu bankanna sé áhættusækin. Starfsemin, ef starfsemi skyldi kalla, felst í því að fá sem mest úr eignum föllnu bankanna til að geta greitt kröfuhöfum sem mest upp í þeirra kröfur. Í öllum tilvikum hafa þessir föllnu bankar annaðhvort ekki lengur starfsleyfi eða þá takmarkað starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki. Þá er samkvæmt frumvarpinu í raun einungis um að ræða þrjá aðila sem breytingin varðar.Óhæft andlag skattlagningar Skattstofninn eru heildarskuldir í lok tekjuárs en í tilviki föllnu bankanna verður skattstofninn óljós, þar sem ekki er útséð hvernig fara beri með umdeildar kröfur á þessi fjármálafyrirtæki. Til viðbótar er þegar ljóst að eignir föllnu bankanna duga einungis fyrir hluta af heildarskuldum þeirra. Þannig verður ekki betur séð en skattandlagið sé ekki til staðar nema að hluta til. Einnig er óljóst hvort föllnu bankarnir geti í raun talist vera fjármálafyrirtæki. Í bráðabirgðaákvæði er einnig lagt til að skattkrafan njóti stöðu forgangskröfu við gjaldþrotaskipti. Þetta er einnig sérstakt þar sem í öllum öðrum tilvikum njóta skattkröfur ekki betri stöðu við gjaldþrotaskipti en almennar kröfur.Réttlæting skattsins Undanfarin misseri hefur mörgum verið tíðrætt um hvernig eigi að ná peningum af þessum vogunarsjóðum sem keypt hafa kröfur á hina föllnu banka. Þessi málflutningur hefur farið vel í almenning enda vogunarsjóðir einhverjir græðgispúkar í útlöndum og allt í lagi að skattleggja þá og „fá eitthvað út úr þeim“. Það er mitt mat að það kunni ekki góðri lukku að stýra þegar skattlagning beinist að örfáum aðilum, skattstofninn er óljós og farnar eru aðrar leiðir um forgang skattkröfu en ella. Hér má ekki heldur gleyma því að slík lagasetning gæti brotið í bága við stjórnarskrá og því rétt að fara varlega.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun