Veggjakrotsmálum fækkað um nær 90% Brjánn Jónasson skrifar 30. mars 2013 06:00 Í Hjartagarðinum við Laugaveg hafa veggirnir verið skreyttir af listamönnum með leyfi eigenda. Fréttablaðið/pjetur Veggjakrotsmálum sem tilkynnt hafa verið til lögreglu höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað um nærri 90 prósent á sex árum. Alls voru 46 mál tilkynnt til lögreglu á síðasta ári, en 395 árið 2007. Tölurnar gefa skýra vísbendingu um að dregið hafi úr veggjakroti, þótt tölur lögreglunnar segi ekki endilega alla söguna. Veggjakrotsmál eru ekki alltaf tilkynnt til lögreglu, og vegna samdráttar hefur frumkvæðisvinna lögreglumanna dregist saman. Ýmsar skýringar gætu verið á fækkun veggjakrotsmála, segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Ein skýringin gæti verið mikil verðhækkun á úðabrúsum sem eru notaðir við veggjakrotið. „Það dró verulega úr þessu eftir hrunið, en nú finnst okkur vera að bæta aftur í,“ segir Þorsteinn Pálmarsson, framkvæmdastjóri Allt-af sem sérhæfir sig meðal annars í þrifum á veggjakroti. Hann segir erfitt að segja hvað valdi því að nú sé krotið aftur að aukast, en það blasi við þegar ekið sé um borgina. Hann segist merkja ákveðna breytingu frá því sem áður var, nú sé meira um einfalt krot en listrænar myndir. „Ég held að þetta sé rétt mat og endurspeglar þá sátt sem hefur náðst,“ segir Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar. Hann segir tölurnar sýna að sú stefna borgarinnar á árunum 2007 og 2008 að líða alls ekkert veggjakrot hafi ekki skilað árangri. Það sem hafi skilað árangri sé að bjóða upp á góða staði þar sem þeir sem leggja stund á þessa listgrein fái að stunda sína list. Dæmi um það sé Hjartagarðurinn við Laugaveg. „Það þarf að veita þessari listgrein umhverfi og stuðning eins og öðrum. Hún þarf að eiga sinn vettvang,“ segir Jakob. Hann segir að nú þegar til standi að fara í uppbyggingu á Hjartagarðsreitnum þurfi að gæta þess að þeir sem fáist við veggjalist fái annan og jafn góðan vettvang missi þeir aðstöðuna í garðinum. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Veggjakrotsmálum sem tilkynnt hafa verið til lögreglu höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað um nærri 90 prósent á sex árum. Alls voru 46 mál tilkynnt til lögreglu á síðasta ári, en 395 árið 2007. Tölurnar gefa skýra vísbendingu um að dregið hafi úr veggjakroti, þótt tölur lögreglunnar segi ekki endilega alla söguna. Veggjakrotsmál eru ekki alltaf tilkynnt til lögreglu, og vegna samdráttar hefur frumkvæðisvinna lögreglumanna dregist saman. Ýmsar skýringar gætu verið á fækkun veggjakrotsmála, segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Ein skýringin gæti verið mikil verðhækkun á úðabrúsum sem eru notaðir við veggjakrotið. „Það dró verulega úr þessu eftir hrunið, en nú finnst okkur vera að bæta aftur í,“ segir Þorsteinn Pálmarsson, framkvæmdastjóri Allt-af sem sérhæfir sig meðal annars í þrifum á veggjakroti. Hann segir erfitt að segja hvað valdi því að nú sé krotið aftur að aukast, en það blasi við þegar ekið sé um borgina. Hann segist merkja ákveðna breytingu frá því sem áður var, nú sé meira um einfalt krot en listrænar myndir. „Ég held að þetta sé rétt mat og endurspeglar þá sátt sem hefur náðst,“ segir Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar. Hann segir tölurnar sýna að sú stefna borgarinnar á árunum 2007 og 2008 að líða alls ekkert veggjakrot hafi ekki skilað árangri. Það sem hafi skilað árangri sé að bjóða upp á góða staði þar sem þeir sem leggja stund á þessa listgrein fái að stunda sína list. Dæmi um það sé Hjartagarðurinn við Laugaveg. „Það þarf að veita þessari listgrein umhverfi og stuðning eins og öðrum. Hún þarf að eiga sinn vettvang,“ segir Jakob. Hann segir að nú þegar til standi að fara í uppbyggingu á Hjartagarðsreitnum þurfi að gæta þess að þeir sem fáist við veggjalist fái annan og jafn góðan vettvang missi þeir aðstöðuna í garðinum.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira