Innlent

Skíðasvæði víðast hvar opin í dag

Mynd úr safni.
Skíðasvæði eru víðast hvar opin á landinu í dag.

Í Böggvisstaðafjalli á Dalvík opnar nú klukkan tíu, þar er nánast logn, nýtroðnar brekkur og gott færi. Skíðasvæðið í Tindastól verður opið frá tíu til fjögur, þar bætti í snjóin í nótt og veðuraðstæður eru góðar. Ýmislegt verður á boðstólnum í Stafdal á Fjarðarheiði, meðal annars geta gestir farið hundasleðaferðir og látið hunda draga sig á skíðum. Einnig verður brettakennsla og þá verða nýjar lyftur vígðar formlega.

Hlíðarfjall á Akureyri opnaði klukkan níu í morgun, þar snjóaði smávegis í nótt og er gott veður. Þar fer fram Páskaeggjamót í samhliðasvigi og Jónsi í svörtum fötum spilar fyrir skíðagesti. Í Skarðsdal á Siglufirði er frábært veður og gott færi, þá verður lifandi tónlist við Skíðaskálann.

Það stefnir í góðan dag á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar, þar opnaði í Tungudal og Seljalandsdal nú klukkan tíu. Á dagskrá skíðavikunnar í dag er Páskaeggjamót HG sem er ætlað börnum fædd 2002 og síðar. Þá er opið í Bláfjöllum frá tíu til fimm. Þar var hæglætisveður í morgunsárið. Brettamót og Trimmganga Skíðagöngufélagsins Ulls og Góu er meðal þess sem fer þar fram í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×