Innlent

Vélsleðamaður slasaður i Þjófaskörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vélsleðamaður slasaðist í Þjófaskörðum í fjallgarðinum milli Hnífsdals og Tungudals fyrr í dag. Hann er með andlits- og bakáverka, en ekki er ljóst á þessari stundu hvernig slysið vildi til. Björgunarsveitir frá Hnífsdal og Ísafirði eru á leið að sækja manninn.

Beiðni um aðstoð barst klukkan rúmlega sex og þegar eru fyrstu menn úr björgunarsveitum og sjúkraflutningamaður komin til hins slasaða og verið er að ferja fleiri upp á slysstaðinn. Fleiri björgunarsveitamenn eru svo á leiðinni á sleðum, bílum og snjótroðara.

Björgunarsveitamenn áætla að nokkra stund gæti tekið að koma manninum á börum niður hlíðina en hann er staddur í miklum bratta og því er erfitt fyrir björgunarsveitamenn að athafna sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×