Innlent

Kiel vann stórleikinn gegn Hamburg | Aron með tvö

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd. / Getty Images
Kiel bar sigur úr býtum, 30-27, gegn Hamburg í stórleik helgarinnar í þýska handboltanum og því náðu lærisveinar Alfreðs Gíslasonar að auka forystu sína á toppnum upp í fjögur stig.

Staðan var 13-11 fyrir Kiel í hálfleik og náðu þeir ávallt að halda Hamburg þægilega langt frá sér út leikinn.

Tékkinn Filip Jicha var magnaður í liði Kiel og skoraði 8 mörk. Aron Pálmarsson gerði tvö fyrir Kiel og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði eitt.

Domagoj Duvnjak , leikmaður Hamburg, átti frábæran leik en hann gerði níu mörk. Fannar Friðgeirsson skoraði eitt mark fyrir Wetzlar í fimm marka sigri á Gummersbach, 35-30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×