Innlent

Davíð Örn er kominn heim

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Davíð Örn Bjarnason, sem hefur setið í fangelsi og stofufangelsi í Tyrklandi, að undanförnu er kominn heim til Íslands. Vél hans lenti um klukkan fjögur í dag. Davíð var handtekinn fyrir fáeinum vikum, grunaður um að hafa ætlað að smygla fornminjum frá Tyrklandi. Harðar refsingar liggja við slíku.

Fjölskylda Davíðs, þar á meðal börnin hans tvö, tóku á móti Davíð í Leifsstöð og urðu miklir fagnaðarfundir hjá þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×