Innlent

Allt skíðlogaði í Skorradal

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/Örn Arnarson
Fjölmennt lið slökkviliðsmanna var kallað að Hvammi í Skorradal í kvöld þegar mikill eldur blossaði þar upp.

Blaðamaður Fréttablaðsins sem er á staðnum segir að svo virðist sem kviknað hafi í sinu, en sumarhúsaþyrping er á svæðinu og því ljóst að illa hefði getað farið.

Eftir því sem Vísir kemst næst er búið að ráða niðurlögum eldsins en bæði slökkviliðsmenn og lögreglustjórinn í Borgarnesi voru enn á staðnum um klukkan hálfellefu í kvöld.

Veður er stillt á svæðinu en þar er líka mjög þurrt og eldur getur því auðveldlega kviknað í gróðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×