Innlent

Öxnadalsheiðin opnuð á ný

Búið er að opna fyrir umferð á Öxnadalsheiðinni en þar var ófært fyrr í dag eftir að bílar festust og rúta fór út af veginum.

Björgunarsveit Akureyrar, Súlur, var kölluð út til þess að losa bílana sem tókst að lokum. Meðal annars festist strætisvagn sem var á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur. Vagninn er nú á leiðinni til höfuðborgarinnar.

Ökumenn á vanbúnum bílum eru varaðir við að fara heiðina, enda illfært og stórhríð á svæðinu. Ökumenn eru hvattir til þess að kanna færð og aðstæður áður en lagt er í heiðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×