Innlent

Beltin björguðu

Mildi þykir að fjögur ungmenni um tvítugt hafi sloppið með minniháttar áverka þegar bíll þeirra valt á Skeiða- og Hrunamannavegi á fimmta tímanum í nótt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi leikur grunur á að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri.

Slysið varð skammt frá bænum Gunnbjarnarholti og hafnaði bifreiðin ofan í skurði og skemmdist þó nokkuð.

Tveir piltar og tvær stúlkur sem voru í bílnum voru öll í bílbelti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×