Innlent

Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þriggja bíla árekstur varð á Sæbrautinni í dag og var einn fluttur á slysadeild, en tveir sjúkrabílar voru sendir á staðinn. Á mbl.is kemur fram að áreksturinn virðist hafa orðið milli flutningabíls með tengivagn og fólksbíls. Að sögn sjónarvotta á vettvangi virðist sem för bílanna hafi endað inni á plani bílaþvottastöðvar við Sæbrautina, skammt frá Holtagörðum. Frekari upplýsingar hafa ekki fengist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×